Den Helder frá Hollandi hafði betur gegn Belfius-Mons frá Belgíu í sameiginlegri efstu deild landanna í körfubolta í kvöld. Urðu lokatölur í framlengdum leik 71:68.
Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson var stigahæstur hjá Belfius-Mons með 14 stig. Þá gaf hann einnig eina stoðsendingu.
Belfius-Mons er í 11. sæti af 19 liðum með 16 stig eftir 19 leiki.