Tindastóll styrkir sig

Zuzanna Krupa
Zuzanna Krupa Ljósmynd/FIBA

Tindastóll fær öflugan liðsstyrk í úrvalsdeild kvenna í körfubolta en pólska landsliðskonan Zuzanna Krupa er gengin til liðs við félagið.

Zuzanna er 23 ára gömul og 187 cm á hæð og kemur til liðsins frá rúmenska liðinu Universitatea Cluj.

Tindastóll er í fimmta sæti deildarinnar og hafa unnið átta leiki og tapað átta á tímabilinu hingað til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert