Sannfærandi sigur Tindastóls í toppslagnum

Ægir Þór Steinarsson með boltann fyrir Stjörnuna í kvöld.
Ægir Þór Steinarsson með boltann fyrir Stjörnuna í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

Tindastóll hafði betur í toppslagnum gegn Stjörnunni, 90:82, í úrvalsdeild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld.

Tindastóll er á toppi deildarinnar með 26 stig og Stjarnan í öðru, einnig með 26 stig.

Stjarnan byrjaði betur og komst í 7:0 og leiddi lengst af en gestirnir áttu góðan kafla undir lok fyrsta leikhluta  og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar 44 sekúndur voru eftir af honum.

Stjarnan komst aftur yfir í fyrstu sókn sinni í seinni hálfleik þegar Orri Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu en Sigtryggur minnkaði muninn af vítapunktinum og Sadio kom þeim yfir. Eftir það var Tindastóll með yfirhöndina og var yfir í hálfleik, 46:37.

Yfirburðir gestanna héldu áfram í þriðja leikhluta og þeir leiddu allan tímann.

Stjarnan hrökk í gang í fjórða leikhluta og minnkaði muninn í sex stig en það var of seint og Stólarnir héldu út og unnu leikinn.

Gangur leiksins:: 10:3, 12:11, 20:14, 20:21, 25:24, 27:34, 31:41, 37:46, 43:53, 45:57, 53:65, 57:70, 60:74, 67:76, 72:80, 82:90.

Stjarnan: Hilmar Smári Henningsson 25/5 fráköst, Orri Gunnarsson 16/4 fráköst/5 stoðsendingar, Shaquille Rombley 13/8 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 10/6 fráköst/7 stoðsendingar, Jase Febres 10/9 fráköst, Jaka Klobucar 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Bjarni Guðmann Jónson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 9 í sókn.

Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 23, Adomas Drungilas 19/4 fráköst, Dedrick Deon Basile 14/4 fráköst, Sadio Doucoure 14/12 fráköst, Giannis Agravanis 10/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 5/7 fráköst, Davis Geks 5.

Fráköst: 30 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 961.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Man. United 0:2 Crystal Palace opna
90. mín. Jean-Philippe Mateta (Crystal Palace) skorar 0:2 - Sending í gegn á Munoz í frábæru hlaupi. Hann er óeigingjarn og gefur fyrir á Mateta sem er samferða honum inni í teig og setur boltann í netið.
Arsenal 5:1 Man. City opna
90. mín. Ethan Nwaneri (Arsenal) skorar +3 - 5:1 - Það er naumast! Ethan Nwaneri skorar með skoti fyrir utan teiginn en þetta átti Stefan Ortega að verja.
Króatía 26:32 Danmörk opna
60. mín. Emil Madsen (Danmörk) skoraði mark

Leiklýsing

Stjarnan 82:90 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert