Álftanes bætir við sig landsliðsmanni

Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness hefur fengið reynslubolta í hópinn.
Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness hefur fengið reynslubolta í hópinn. mbl.is/Eyþór Árnason

Álftanes hefur fengið til liðs við sig tékkneska körfuknattleiksmanninn Lukás Palyza, sem er þrautreyndur landsliðsmaður þjóðar sinnar. 

Hann mun leika með liðinu út þetta tímabil í úrvalsdeildinni.

Palyza er 35 ára gamall og spilaði síðast með Caledonia Gladiators í bresku úrvalsdeildinni. Þar spilaði hann í undankeppni Meistaradeildar FIBA og í riðlakeppni Evrópubikars FIBA þar sem hann mætti m.a. Tryggva Snæ Hlinasyni með Bilbao frá Spáni.

Palyza lék með Tékklandi í lokakeppni Evrópumótsins 2017, í lokakeppni heimsmeistaramótsins 2019 og á Ólympíuleikunum árið 2021. Hann er framherji, 2,03 metrar á hæð, og hefur fimm sinnum orðið tékkneskur meistari og þrisvar bikarmeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert