Mættur til Íslands eina ferðina enn

Callum Lawson í leik með Tindastóli síðasta vetur.
Callum Lawson í leik með Tindastóli síðasta vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breski körfuknattleiksmaðurinn Callum Lawson er kominn til Íslands enn á ný og er nú genginn til liðs við Keflvíkinga í annað sinn á ferlinum.

Lawson, sem er 28 ára gamall framherji, hefur í vetur leikið með Crailsheim í þýsku B-deildinni. Hann kom fyrst til Íslands árið 2020 og lék með Keflavik en varð ári síðar Íslandsmeistari með Þór í Þorlákshöfn.

Hann vann meistaratitilinn aftur með Val ári síðar og lék á Hlíðarenda í tvö ár en síðan með Tindastóli á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert