Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Sherif Ali Kenney er á förum frá Valsmönnum eftir að hafa komið til þeirra fyrir yfirstandandi tímabil.
Vísir greinir frá þessu en eftir að Joshua Jefferson fór að spila með Val á ný eftir krossbandsslit núna í janúar voru Valsmenn með tvo bandaríska leikmenn í sínum röðum og gátu samkvæmt reglum KKÍ aðeins verið með annan þeirra innan vallar í einu.
Kenney skoraði tæp 11 stig að meðaltali í leik fyrir Valsmenn í sextán leikjum í úrvalsdeildinni.