Doncic sá Lakers vinna

Luka Doncic fylgist með leiknum í nótt.
Luka Doncic fylgist með leiknum í nótt. AFP/Harry How

Slóveninn Luka Doncic var á meðal áhorfenda þegar nýja liðið hans LA Lakers vann öruggan sigur á nágrönnum sínum í LA Clippers, 122:97, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Doncic gekk óvænt til liðs við Lakers frá Dallas Mavericks um helgina en getur ekki leikið sinn fyrsta leik strax þar sem hann er að glíma við meiðsli.

Í leiknum í nótt skoraði gamla brýnið LeBron James 26 stig, tók átta fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal þremur boltum. Var hann stigahæstur allra í leiknum.

Ríkjandi NBA-meistarar Boston Celtics höfðu betur gegn toppliði Austurdeildarinnar, Cleveland Cavaliers, 112:105.

Jayson Tatum fór fyrir Boston með 22 stigum og sjö stoðsendingum en stigahæstur í leiknum var Donovan Mitchell með 31 stig, tíu fráköst og sex stoðsendingar fyrir Cleveland.

Önnur úrslit:

Philadelphia – Dallas 118:116
Brooklyn – Houston 99:97
Toronto – New York 115:121
Chicago – Miami 133:124
Portland – Indiana 112:89

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert