Pavel verður ekki þjálfarinn

Pavel Ermolinskij er margt til lista lagt.
Pavel Ermolinskij er margt til lista lagt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pavel Ermolinskij verður ekki næsti þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. 

Þetta staðfesti hann í hlaðvarpsþættinum GAZið. 

Pavel var einn þeirra sem orðaður var við þjálfarastöðuna hjá Keflvíkingum eftir að Pétur Ingvarsson hætti með liðið síðastliðinn mánudag. 

Pavel tók við Tindastóli um mitt tímabil 2022-23 og gerði liðið að Íslandsmeistara í fyrsta sinn. Hann fór síðan í veikindaleyfi í mars í fyrra og hætti með liðið stuttu síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert