Grindavík vann Þór Þorlákshöfn, 104:95, í úrvalsdeild karla í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld.
Eftir leikinn er Grindavík með 18 stig í fjórða sæti en Þór er með 16 stig sæti neðar.
Grindvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og fóru með 13 stiga forskot til búningsklefa, 50:37.
Þrátt fyrir gott áhlaup heimamanna í þriðja leikhluta dugði það ekki til og Grindavík vann að lokum níu stiga sigur.
Daninn Daniel Mortensen fór á kostum í liði Grindavíkur og skoraði 26 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Nikolas Tomsick skoraði 24 stig, tók sjö fráköst og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Þór.
Icelandic Glacial höllin, Bónus deild karla, 06. febrúar 2025.
Gangur leiksins:: 2:2, 13:6, 17:12, 23:21, 25:27, 28:35, 30:42, 37:50, 43:54, 51:62, 59:69, 70:74, 76:79, 82:84, 89:95, 95:104.
Þór Þ.: Nikolas Tomsick 24/7 fráköst/11 stoðsendingar, Mustapha Jahhad Heron 21/7 fráköst, Jordan Semple 16/13 fráköst, Emil Karel Einarsson 11, Justas Tamulis 10, Ólafur Björn Gunnlaugsson 7, Davíð Arnar Ágústsson 6.
Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.
Grindavík: Daniel Mortensen 26/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jeremy Raymon Pargo 25/6 fráköst, Deandre Donte Kane 16/7 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Bragi Guðmundsson 11, Lagio Grantsaan 8/5 fráköst, Valur Orri Valsson 7/5 fráköst, Arnór Tristan Helgason 7, Kristófer Breki Gylfason 4.
Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 300