Mikilvægur sigur Áftnesinga

Dúi Þór Jónsson umkringdur leikmönnum Hauka.
Dúi Þór Jónsson umkringdur leikmönnum Hauka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Álftanes vann gífurlega mikilvægan sigur á Haukum, 107:90, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Álftanesi í kvöld. 

Eftir leikinn er Álftanes í sjötta sæti deildarinnar með 16 stig en Haukar eru í tólfta og neðsta með sex. 

Fyrri hálfleikurinn var jafn en í þeim seinni settu Álftanesingar í annan gír og unnu hann með 18 stigum. 

David Okeke átti stórleik í liði Álftaness en hann skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Justin James var þó stigahæstur með 26. 

Hjá Haukum skoruðu Seppe D'espallier og Steven Jr. Verplancken 20 stig hvor. 

Álftanes - Haukar 107:90

Kaldalónshöllin, Bónus deild karla, 06. febrúar 2025.

Gangur leiksins:: 5:3, 13:9, 20:11, 23:22, 28:25, 35:30, 44:38, 50:51, 59:56, 66:60, 70:70, 77:73, 87:76, 91:79, 101:86, 107:90.

Álftanes: Justin James 26, David Okeke 24/14 fráköst, Lukas Palyza 19, Dúi Þór Jónsson 14, Hörður Axel Vilhjálmsson 12/4 fráköst, Haukur Helgi Briem Pálsson 8/5 fráköst, Dimitrios Klonaras 4.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

Haukar: Seppe D'Espallier 20, Steven Jr Verplancken 20/4 fráköst, De'sean Parsons 17/9 fráköst/6 stoðsendingar, Everage Lee Richardson 14/7 fráköst, Hilmir Arnarson 7, Hilmir Hallgrímsson 4, Hugi Hallgrimsson 3, Birkir Hrafn Eyþórsson 3, Ágúst Goði Kjartansson 2.

Fráköst: 19 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Bergur Daði Ágústsson.

Áhorfendur: 290

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert