Íslandsmeistarar Vals unnu sinn fimmta sigur í röð í öllum keppnum er þeir gjörsigruðu Hött á heimavelli, 92:58, í úrvalsdeild karla í körfubolta á Hlíðarenda í kvöld.
Valur fór upp að hlið Grindavíkur í fjórða sæti með sigrinum en Höttur er í næstneðsta sæti með átta stig, sex stigum frá öruggu sæti.
Hattarmenn byrjuðu betur og unnu fyrsta leikhlutann 19:17. Valur svaraði hins vegar með 33:15-sigri í öðrum leikhluta og 26:15-sigri í þeim þriðja og sigldi öruggum sigri í höfn.
Kristinn Pálsson var stigahæstur hjá Val með 22 stig og þeir Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson skoruðu 13 hvor. Gustav Suhr-Jessen og David Ramos gerðu níu stig hvor fyrir Hött.
N1-höllin á Hlíðarenda, Bónus deild karla, 07. febrúar 2025.
Gangur leiksins:: 2:4, 6:10, 10:14, 17:19, 19:23, 25:32, 38:32, 50:34, 56:38, 66:43, 73:44, 76:49, 78:51, 85:53, 85:53, 92:58.
Valur: Kristinn Pálsson 22/4 fráköst, Kári Jónsson 13/8 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 13/9 fráköst, Adam Ramstedt 11/10 fráköst, Ástþór Atli Svalason 11/6 fráköst/5 stoðsendingar, Joshua Jefferson 8/6 fráköst, Kristófer Acox 7/4 fráköst, Finnur Tómasson 3, Símon Tómasson 2, Karl Kristján Sigurðarson 2/4 fráköst.
Fráköst: 37 í vörn, 10 í sókn.
Höttur: David Guardia Ramos 9/6 fráköst, Gustav Suhr-Jessen 9/6 fráköst, Justin Roberts 8, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7/5 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 7/4 fráköst, Nemanja Knezevic 6/6 fráköst, Obadiah Nelson Trotter 6, Gedeon Dimoke 4, Adam Heede-Andersen 2/5 stoðsendingar.
Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: .
Áhorfendur: 279