Njarðvíkingar unnu topplið Tindastóls

Mario Matasovic með boltann í leiknum í kvöld.
Mario Matasovic með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvík tók á móti Tinda­stóli í úr­vals­deild karla í körfu­bolta í kvöld og lauk leikn­um með sigri Njarðvík­inga 101:90 í nýju höll­inni í Njarðvík.

Eft­ir 21 um­ferð eru Njarðvík­ing­ar með 28 stig í þriðja sæti en Tinda­stóll er með 30 stig á toppi deild­ar­inn­ar líkt og Stjarn­an sem leik­ur gegn Kefla­vík annað kvöld.

Njarðvík­ing­ar byrjuðu leik­inn af mikl­um krafti og náðu 11 stiga for­skoti í stöðunni 17:6. Stól­arn­ir voru ekki á því að gefa neitt eft­ir og unnu sig hægt og bít­andi inn í leik­inn og minnkuðu mun­inn í 7 stig áður en fyrsta leik­hluta lauk. Staðan var 29:22 eft­ir fyrsta leik­hluta.

Njarðvík­ing­ar náðu mest 10 stiga for­skoti í öðrum leik­hluta þegar Snjólf­ur Mar­el Stef­áns­son setti þriggja stiga körfu og staðan orðin 34:24. Leik­menn Tinda­stóls voru ekki á því að gefa neitt eft­ir og sýndu í fram­hald­inu mátt sinn og meg­in. Þeir söxuðu for­skot Njarðvík­ur hratt niður og jöfnuðu í stöðunni 38:38. Gest­irn­ir gerðu gott bet­ur og náðu for­ystu í fyrsta skiptið í leikn­um í stöðunni 40:38 fyr­ir Tinda­stóli.

Njarðvík­ing­ar voru ekki á því að sætta sig við slík­an yf­ir­gang, náðu vopn­um sín­um á ný og komust yfir með fjór­um stig­um í röð frá Dom­inykas Milka. Njarðvík­ing­ar náðu síðan 5 stiga for­skoti með þriggja stiga körfu en það tók gest­ina aðeins nokkr­ar sek­únd­ur að jafna þann mun í stöðunni 45:45.

Njarðvík­ing­ar náðu að sækja sér þriggja stiga for­skot fyr­ir hálfleik­inn og var staðan 49:46 eft­ir fyrri hálfleik­inn.

Dwayne Lautier var með 14 stig og Mario Mata­sovic með 9 frá­köst fyr­ir Njarðvík í fyrri hálfleik.

Dimitri­os Agra­van­is var sömu­leiðis með 14 stig fyr­ir Tinda­stól og Sa­dio Doucoure með 6 frá­köst.

Njarðvík­ing­ar voru sterk­ari fram­an af þriðja leik­hluta og náðu að byggja upp 10 stiga for­skot sem þeir héldu að mestu. Tinda­stóll var þó aldrei langt und­an og þegar líða tók á leik­hlut­ann hófu þeir að minnka mun­inn og tókst að vinna upp for­skot Njarðvík­inga fyr­ir lok leik­hlut­ans og var mun­ur­inn því þrjú stig fyr­ir fjórða leik­hluta líkt og hann var í hálfleik.

Staðan fyr­ir loka­leik­hlut­ann var 68:65 fyr­ir Njarðvík og ljóst að gríðarlega spenn­andi lokakafli leiks­ins væri fram und­an.

Tinda­stóll byrjaði fjórða leik­hluta á því að jafna leik­inn með þriggja stiga körfu frá Dimitri­os. Njarðvík­ing­ar settu í kjöl­farið niður tvær tveggja stiga körf­ur í röð og náðu 4 stiga for­skoti. Tinda­stóll jafnaði leik­inn með tveim­ur tveggja stiga körf­um.

Eft­ir þetta var gríðarleg spenna í höll­inni og hark­an mik­il. Njarðvík­ing­ar börðust eins og ljón og byggðu upp gott for­skot sem leik­menn Tinda­stóls áttu erfitt með að vinna niður. Þegar 4:14 sek­únd­ur voru eft­ir af leikn­um voru Njarðvík­ing­ar 12 stig­um yfir í stöðunni 87:75.

Dom­inykas Milka átti stór­kost­leg­an leik­hluta fyr­ir Njarðvik og það var því við hæfi að hann ræki smiðshöggið á glæsi­leg­an leik­hluta Njarðvík­ur þegar hann setti þriggja stiga körfu og kom Njarðvík­ing­um 15 stig­um yfir í stöðunni 90:75 og má segja að þetta hafi verið náðar­högg Tinda­stóls í leikn­um.

Njarðvík­ing­ar náðu mest 17 stiga for­skoti í stöðunni 97:80 en þá tókst Skag­f­irðing­um að saxa ör­lítið á for­skot Njarðvík­ur. Fór svo að Njarðvík vann að lok­um 11 stiga sig­ur.

Dom­inykas Milka var stór­kost­leg­ur fyr­ir Njarðvík­inga og skoraði 26 stig. Mario Mata­sovic tók 14 frá­köst.

Njarðvík - Tinda­stóll 101:90

IceM­ar-höll­in, Bón­us deild karla, 13. mars 2025.

Gang­ur leiks­ins:: 8:3, 15:6, 22:15, 29:22, 36:30, 38:38, 42:40, 49:46, 53:48, 60:55, 65:58, 68:65, 72:72, 83:75, 92:77, 101:90.

Njarðvík: Dom­inykas Milka 26/​7 frá­köst/​5 var­in skot, Dwayne Lautier-Og­un­leye 21/​10 frá­köst/​6 stoðsend­ing­ar, Khalil Shabazz 20/​4 frá­köst/​9 stoðsend­ing­ar, Mario Mata­sovic 15/​14 frá­köst, Veig­ar Páll Al­ex­and­ers­son 13/​4 frá­köst, Snjólf­ur Mar­el Stef­áns­son 6.

Frá­köst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Tinda­stóll: Dimitri­os Agra­van­is 21/​7 frá­köst, Dedrick Deon Basile 20, Sa­dio Doucoure 17/​9 frá­köst, Dav­is Geks 12, Gi­ann­is Agra­van­is 7/​5 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son 6, Adom­as Drungilas 5, Pét­ur Rún­ar Birg­is­son 2/​7 stoðsend­ing­ar.

Frá­köst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Dóm­ar­ar: Bjarki Þór Davíðsson, Jó­hann­es Páll Friðriks­son, Ingi Björn Jóns­son.

Dimitri­os Agra­van­is var með 21 stig fyr­ir Tinda­stól og Sa­dio Doucoure með 9 frá­köst.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Njarðvík 101:90 Tinda­stóll opna loka
mín.
40 Leik lokið
101:90 Njarðvíkursigur í kvöld hér í Innri Njarðvík.
40
100:85. Shabazz með þrjú stig fyrir Njarðvík. Tvö úr opnum leik og eitt víti.
39
97:83. Sadio með þrist fyrir Tindastól. 14 stiga munur og 1:21 eftir af leiknum. Þetta er búið eins og fyrr segir.
38
97:80. 17 stiga munur.
37
90:75. DOMINYKAS MILKA er hér að veita Skagfirðingum sannkallað náðarhögg með svakalegri þriggja stiga körfu. Leiknum er lokið gott fólk þó það séu 3:10 eftir.
36
87:75. Milka setur tvist og rífur síðan boltann af Tindastólsmönnum í næstu vörn. Njarðvíkingar fara í hraðaupphlaup og Dwayne kemur heimamönnum 12 stigum yfir.
35
83:75. Shabazz með sturlaðan tvist sem á að vera ómöglegt að setja niður. Svo kom víti að auki sem fór niður.
35
80:75. Mairo með tvö víti í körfuna.
35
78:75. Davis með þrist fyrir Tindastól! Spennan maður minn.
34
78:72. Khalil Shabazz með sturlaðan þrist fyrir Njarðvík!
33
75:72. Veigar Páll með þrist.
33
72:72. Tindastóll jafnar með tveimur tvistum í röð og Njarðvíkingarnir virðast stressaðir og gera klaufaleg mistök í sóknarleik sínum.
32
72:68. Veigar með fallegt layup og munurinn er 4 stig.
31
70:68. Milka setur tvist. Njarðvík er yfir.
31
68:68. Skagfirðingar jafnar og þeirra stuðningsmenn tryllast!
31 Fjórði leikhluti hafinn
68:65. Tindastóll byrjar hér fjórða leikhluta.
30 Þriðja leikhluta lokið
68:65. Tindastóll nær að vinna 10 stiga forskot Njarðvíkur niður í 3 stig líkt og það var í hálfleik. Við eigum von á svakalegum lokaleikhluta hér í Icemar höllinni í Innri Njarðvík.
30
68:64. Stólarnir eru að vinna hér upp muninn sem var orðinn. Þristurinn fór niður og Snjólfur brotlegur. Stólarnir eiga því eftir að taka eitt víti að auki.
29
68:60. Tindastóll er að sækja í sig veðrið. Minnka hér muninn í 8 stig og Sadio er á leiðinni í tvö vítaskot.
28
68:58. Khalil Shabazz með þrist fyrir Njarðvík.
27
65:58. Tindastóll með þriggja stiga körfu og munurinn er 7 stig.
27
65:55.Snjólfur setur þrist og kemur Njarðvík 10 stigum yfir líkt og hann gerði í fyrri hálfleik.
26
62:55. Milka svarar með tveggja stiga körfu.
26
60:55. Sadio með alvöru þrist fyrir Tindastól!
25
60:52. Njarðvík setur tvist og Tindastóll tekur leikhlé.
25
58:52. Stólarnir minnka muninn.
25
58:50. Milka með þrist.
24
55:50. Dwayne setur tvist fyrir Njarðvík.
23
53:50. Sadio með tvö víti niður fyrir Tindastól.
22
53:48. Milka tekur frákast eftir skot frá Veigari og kemur boltanum í körfuna.
21
51:48. Tindastóll setti tvist í sinni fyrstu sókn en Milka setti niður fyrstu stig seinni hálfleiks fyrir Njarðvíkinga.
21 Síðari hálfleikur hafinn
49:46. Tindastóll byrjar seinni hálfleik.
20 Hálfleikur
49:46. Þriggja stiga munur í hálfleik. Hörku körfuboltaleikur.
20
49:46. Dwayne með tvist.
20
47:46. Stólarnir með eitt víti niður.
19
47:45. Marion með tvö víti niður fyrir Njarðvík.
19
45:45. Stólarnir ekki lengi að jafna. Fyrst þristur, stela síðan boltanum og skora tvist úr hraðaupphlaupi.
18
45:40. Þristur frá Njarðvík!
18
42:40. Milka kemur Njarðvík yfir.
17
40:40. Milka jafnar fyrir Njarðvík.
16
38:40. Tindastólar komnir yfir.
15
38:38. TINDASTÓLL JAFNAR MEÐ ÞRISTI! Sigtryggur Arnar setur þristinn. Tindastóll vinnur síðan strax boltann. Eru miklu miklu betri þessa stundina.
14
38:35. Þristu frá Skagfirðingum. það munar bara þremur stigum núna og sóknir gestanna eru stutta, snarpar og ákveðnar. Eru líka farnar að enda með stigum. Það veitir ekki á gott fyrir Njarðvíkinga.
14
38:32. Njarðvík með tvist. Mario.
14
36:32. Aðeins 4 stiga munur!
13
36:30. Stólarnir minnka muninn í 6 stig og vinna strax boltann. Það er undiralda með þeim. Ég finn það. Eru að komast inn í leikinn. Það er ekki að ástæðulausu að þetta lið trónir á toppnum í deildinni.
13
36:28. Stólarnir svara með tvisti og vinna strax boltann. Miklu meiri stemmning í gestastúkunni. Skagfirðingar eru augljóslega stemmningsfólk. Mikill stuðningur frá þeim.
12
36:26. Super Mario með tvö víti niður.
12
34:26. Tvistur frá gestunum. 8 stiga munur.
12
34:24. Snjólfur með þrist.
12
31:24. Stólarnir svara með tvisti.
11
31:22. Dwayne með tvö vítaskot niður.
11
29:22. Bæði lið búin að klikka á fyrstu sóknum annars leikhuta. Njarðvík er í sókn.
11 Annar leikhluti hafinn
29:22. Njarðvík byrjar annan leikhluta.
10 Fyrsta leikhluta lokið
29:22. Njarðvík með 7 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta sem var mest 11 stig í stöðunni 17:6.
10
29:22. Njarðvík setur tvist.
10
27:22. Basile með geggjaðan þrist. bara 5 stiga munur.
9
27:19. Giannis með tvö stig af vítalinunni fyrir Tindastól. Þeir eru að sækja í sig veðrið. Vinna strax boltann.
9
27:17. Tindastóll með tvist og vinna síðan boltann. Eru núna á leiðinni á vítalínuna.
9
27:15. Dwayne með þægilegan þrist.
8
24:15. Milka með tvö stig af vítalínunni. Kominn með 4 stig í heildina.
8
22:15. Leikmenn Tindastóls eru komnir í gang. Setja þriðja þristinn í röð.
8
22:12. Veigar svarar þá bara með þristi.
7
19:12. Annar þristur frá Dimitrios. Hann er heitur.
6
19:9. Milka með tvö vítaskot niður.
6
17:9. Vel útfærð sókn hjá Stólunum sem setja niður þrist frá Dimitrios.
6
17:6. Khalil reynir þrist, hittir ekki. Super Mario mætir þá og blakar boltanum í körfuna. 11 stiga munur. Tindastóll tekur leikhlé.
5
15:6. Veigar Páll með þrist. 9 stiga munur.
5
12:6. Basile setti niður eitt stig úr víti. Njarðvík er nú í sókn.
4
12:5. Veigar Páll með glæsilegt layup og fer svo á vítalínuna og klikkar.
4
10:5. Stólarnir með tvist og munurinn 5 stig. Stólarnir á leiðinni á vítalínunna.
4
10:3. Mario með tvist.
3
8:3. Dwayne með þrjú stig. Tvö úr opnum leik og eitt af vítalínunni.
2
5:3. Fallegur þristur frá Basile.
2
5:0. Stólarnir klikka á sinni þriðju sókn og það gera Njarðvíkingar einnig. Tindastóll í sókn.
1
5:0. Stólarnir klikka aftur á sókn sinni en Super Mario neglir niður þriggja stiga körfu fyrir Njarðvík.
1
2:0. Dwayne Lautier setur fyrstu stigin í kvöld.
1
0:0. Stólarnir klikka á sínu fyrsta skoti.
1 Leikur hafinn
Uppkastið fór í innkast sem Tindastóll fær.
0
0
0
Það eru rúmar 10 mínútur í að leikurinn hefjist. Liðin búin að hita upp og eru nú að undirbúa innkomu inn á völlinn hér í IceMarhöllinni í Innri Njarðvík.
0
Blessunarlega fyrir Njarðvík og íþróttina sjálfa segja sumir er Kristinn Óskarsson ekki að dæma leikinn í kvöld en hann var upphaflega skráður sem einn af dómurum leiksins. Því hefur greinilega verið breytt. Hvor það sé vegna þeirrar gagnrýni sem hann fékk eftir umdeilda dóma í síðasta leik Njarðvíku skal ósagt látið.
0
Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur situr í stúkunni í kvöld en hann er í leikbanni eftir að hafa fengið útilokun í leiknum gegn Grindavík.
0
Lið Njarðvíkur: Dwayne, Evans, Khalil, Veigar, Snjólfur, Alexander, Sigurbergur, Brynjar, Sigurður, Guðmundur, Mario, Milka.
0
Lið Tindastóls: Sadio, Axel, Basile, Ragnar, Pétur, Sigtryggur, Giannis, Geks, Drungilas, Sigurður, Dimitrios, Hannes.
0
Vinni Stólarnir í kvöld eru þeir komnir langaleiðina með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.
0
Njarðvík er í þriðja sæti með 26 stig og Tindastóll er á toppnum með 30 stig.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá toppslag Njarðvíkur og Tindastóls í 21. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar:

Lýsandi: Jón Kristinn Jónsson

Völlur: IceMar-höllin

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert