Njarðvík í úrslit eftir háspennuleik

Abby Claire Beeman á fleygiferð í Smáranum í kvöld.
Abby Claire Beeman á fleygiferð í Smáranum í kvöld. mbl.is/Karítas

Njarðvík er kom­in í úr­slita­ein­vígi gegn annað hvort Grinda­vík eða Þór frá Ak­ur­eyri í bik­ar­keppni kvenna í körfu­bolta eft­ir naum­an sig­ur á Hamri/Þ​ór 84:81 í Smár­an­um í Kópa­vogi í kvöld. 

Lið Ham­ars byrjaði leik­inn afar vel og náði strax for­skoti í leikn­um. Njarðvík­ur­kon­ur voru í því hlut­verki að elta all­an fyrsta leik­hlut­ann ef frá er talið þegar þær náðu tveggja stiga for­skoti í stöðunni 16:14. 

Lið Ham­ars/Þ​órs var mun fersk­ara fram­an af og var sókn­ar­leik­ur þeirra mun ár­ang­urs­rík­ari en Njarðvík­ur­kvenna. Staðan eft­ir fyrsta leik­hluta 21:18 fyr­ir Ham­ar/Þ​ór. 

Njarðvík­ur­kon­ur klikkuðu á sinni fyrstu sókn í öðrum leik­hluta og svöruðu Ham­ars­kon­ur með þriggja stiga körfu frá Matildu Sól­dísi Svan Hjör­dís­ar­dótt­ur. Áfram héldu Ham­ars­kon­ur að auka mun­inn og náðu 8 stiga for­skoti í stöðunni 34:26 fyr­ir Ham­ar/Þ​ór. 

Njarðvík­ur­kon­ur voru ekki á þeim bux­un­um að gef­ast upp og náðu for­ystu í stöðunni 35:34. Eft­ir það skipt­ust liðin á að kom­ast yfir en það var að lok­um Ham­ar/Þ​ór sem fór með eins stigs for­skot inn í hálfleik­inn.

Staðan í hálfleik 41:40 fyr­ir Ham­ar/Þ​ór.

Njarðvík­ing­ar með frum­kvæðið

Lið Ham­ars/Þ​órs hélt áfram að vera skref­inu á und­an Njarðvík­ing­um í þriðja leik­hluta. Þær náðu mest 7 stiga for­skoti í stöðunni 47:40 fyr­ir Ham­ar/Þ​ór. 

Njarðvík­ur­kon­um tókst að ná for­skoti með þriggja stiga körfu frá Kristu Gló Magnús­dótt­ur og var þá staðan 57:55 fyr­ir Njarðvík. Ham­ars­kon­ur gáf­ust þó ekki upp og náðu að klára leik­hlut­ann einu stigi yfir. 

Staðan eft­ir þriðja leik­hluta 60:59 fyr­ir Ham­ar/Þ​ór. 

Britt­any Dink­ins byrjaði fjórða leik­hluta á þriggja stiga körfu og kom Njarðvík­ur­kon­um yfir 62:60. Njarðvík­ur­kon­ur náðu að auka mun­inn í þrjú stig í stöðunni 65:62.

Ham­ar/Þ​ór jafnaði leik­inn í 68:68 og 70:70 en Njarðvík­ur­kon­ur náðu að byggja upp 5 stiga for­skoti í stöðunni 77:72 og aðeins 30 sek­únd­ur eft­ir af leikn­um. Ham­ar/Þ​ór skoraði þrjár þriggja stiga körf­ur í röð á loka­sek­únd­um leiks­ins og gátu í síðustu sókn sinni jafnað með flautuþristi en það tókst ekki.

Njarðvík­ur­kon­ur reynd­ust því sterk­ari á loka­sek­únd­um leiks­ins og unnu að lok­um sig­ur sem tryggði þeim far­seðil­inn í úr­slita­leik­inn. Skal það samt tekið fram að frammistaða Njarðvík­ur í kvöld mun lík­lega ekki fleyta liðinu langt í úr­slita­leikn­um sjálf­um. 

Britt­any Dink­ins skoraði 33 stig fyr­ir Njarðvík og Em­ilie Sofie Hesseldal var með 19 frá­köst. 

Abby Claire Beem­an með 27 stig fyr­ir Ham­ar/Þ​ór og Kristrún Ríkey Ólafs­dótt­ir var með 10 frá­köst.

Sara Björk Logadóttir með boltann í Smáranum í dag.
Sara Björk Loga­dótt­ir með bolt­ann í Smár­an­um í dag. mbl.is/​Karítas
Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Njarðvík 84:81 Ham­ar/Þ​ór opna loka
mín.
40 Leik lokið
Njarðvík fer með algjörum naumindum í þennan úrslitaleik. Svakalegur endasprettur hjá Hamar/Þór sem ber að hrósa fyrir gríðarlega góða frammistöðu hér í kvöld. Við óskum Njarðvíkingum þó með hamingju með að vera komnar í úrslitaleikinn.
40
83:81. HVAÐ ER AÐ GERAST? Abby með annan þrist!
40
81:78. VAAAÁ! Anna Soffía með sturlaðan þrist og þetta er alveg möguleiki ennþá!
40
81:75. Abby setti þrist fyrir Hamar en Brittany fer á vítalínuna og setur önnur tvö stig fyrir Njarðvík. Það eru 20,4 sekúndur eftir og Hamar/Þór freistar þess að setja niður annan þrist.
40
79:72. Brittany Dinkins er hér að tryggja Njarðvíkurkonum farseðilinn í úrslitaleikinn á laugardag með tveimur vítaskotum.
40
77:72. Staðan er enn sú sama. Bæði lið búin að klikka á fjölda sókna. Það eru 25,9 sekúndur eftir og Njarðvík er með boltann. Leiknum er því líklega óformlega lokið og Njarðvíkurkonur á leið í úrslitaleikinn. Sanngjarnt? Ég get alls ekki sagt það. Hafi hver sína skoðun á því.
39
77:72. Krista Gló með gríðarlega mikilvægan tvist.
38
75:72. Paulina setur vítaskotið niður og Hákon Hjartarson þjálfari Hamars tekur leikhlé.
38
74:72. Paulina setur frábæran tvist og á eftir að fara í vítalínuna að auki.
37
72:72. Hana gjörsamlega labbar í gegnum Njarðvíkurvörnina.
37
72:70. Emilie Sofie með tvist. 3:32 eftir.
35
70:70. Það er allt jafnt og Hamar í sókn.
34
68:68. Hana með risa þrist fyrir Hamar/Þór. Það er allt jafnt!
33
68:65. Svakaleg spenna hér í Smáranum. Bæði lið farin að klikka svolítið á skotunum.
32
68:65. Njarðvík er þremur yfir.
31
64:62. Hamar jafnar en Njarðvíkurkonur setja tvist og leiða með tveimur stigum. Vinna síðan boltann.
31
62:60. Brittany með þrist!
31 Fjórði leikhluti hafinn
59:60. Loka leikhlutinn.
30 Þriðja leikhluta lokið
59:60. Hamar/Þór fer með eins stigs forskot inn í lokaleikhutann. Ætla þær að fara gegn öllum spám spekingana og lauma sér í úrslitaleikinn á kostnað Njarðvíkinga?
30
59:60. Hamar heldur áfram að leiða!
30
59:58. Brittany setur tvö víti niður. Njarðvík er stigi yfir.
30
57:58. Hamarskonur svara þá bara með þriggja stiga körfu og komast aftur yfir. Þær ætla ekkert að gefa neitt eftir og ætla sér í bikarúrslitaleikinn.
30
57:55. Krista Gló með glæsilegan þrist fyrir Njarðvík og þær eru komnar tveimur stigum yfir.
29
54:55. Brittany með gríðarlega mikilvægan þrist.
28
51:55. Abby með tvist og stelur síðan boltanum. Þær eru skrefi á undan Njarðvíkurkonum.
27
51:53. Brittany setur tvist. Komin með 17 stig.
26
49:53. Njarðvíkurkonur eru að reyna.
25
47:53. Hamarskonur með fjögur stig í röð. Þær eru bara betri í þessum leik.
25
47:49. Lára Ösp með þrist.
24
44:49. Brittany með tvist og munurinn er 5 stig.
24
42:49. Hana með tvist og klikkar á víti sem hún fékk með.
23
40:47. Hamar/Þór sér bara um að setja stig hér í upphafi. 2:31 liðnar af leikhlutanum og Njarðvíkurkonur hafa ekki skorað ennþá.
22
40:45. Hamarskonur leika á alls oddi og setja annan tvist. Eru 5 stigum yfir. Vinna síðan boltan og geta aukið muninn enn meira.
21
40:43. Hamar kemst þremur yfir með tvisti frá Önnu Soffíu.
21 Síðari hálfleikur hafinn
40:41. Seinni hálfleikur er hafinn og það er Hamar/Þór sem byrjar.
20 Hálfleikur
40:41. Hamar/Þór leiðir hér í hálfleik. Kemur mörgum á óvart í ljósi stöðu liðanna í deildinni.
20
40:41. Abby kemur Hamar/Þór yfir!
20
40:40. Abby stelur boltanum, fer í hraðaupphlaup og setur tvist. Fær að auki víti sem hún á eftir að taka.
19
40:38. Anna Lilja setur þrist og Njarðvík er tveimur stigum yfir. Njarðvíkurkonur vinna síðan boltann.
19
37:38. Hamarskonur setja tvist og leiða.
18
37:36. Tvistur hjá Njarðvík og þær eru stigi yfir.
18
35:36. Hamar/Þór er yfir. Tvö víti niður hjá Matilda.
17
35:34. Skotklukkan rennur út hjá Hamar/Þór. Það kviknar heldur betur í stúkunni Njarðvíkurmegin hér í Smáranum.
16
35:34. Paulina með tvö víti niður og Njarðvík er yfir!
16
33:34. Brittany Dinkins með frábæran þrist og munurinn er bara eitt stig.
16
30:34. Njarðvíkurkonur minnka muninn í 4 stig með körfu frá Huldu Maríu.
15
26:34. Annar þristur frá Hamar/Þór. Þar var Jóhanna að verki. Þær reu 8 stigum yfir og eru bara talsvert betri þessa stundina.
14
24:31. Njarðvík með tvist.
14
24:31. Matilda með annan þrist.
13
22:28. Munurinn er aftur kominn í 6 stig. Þetta er að ganga betur hjá Hamar/Þór.
13
22:26. Hana setur tvist og fær víti sem hún klikkar á. Munurinn 4 stig.
13
22:24. Njarðvíkuronur unnu boltann aftur en Paulina er enn og aftur að klikka undir körfunni.
12
22:24. Njarðvíkurkonur vinna boltan og setja aðra körfu. Munurinn er kominn í tvö stig.
12
20:24. Tvistur frá Njarðvík.
11
18:24. Það gerir Matilda hinsvegar ekki og setur frábæran þrist! 6 stiga munur.
11
18:21. Brittany klikkar á fyrsta skoti Njarðvíkur í öðrum leikhluta.
11 Annar leikhluti hafinn
18:21. Njarðvíkurkonur byrja annan leikhluta.
10 Fyrsta leikhluta lokið
18:21. Hamar/Þór leiðir með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta.
10
18:21. Abby með tvö vítaskot niður og það er niðurstaðan eftir fyrsta leikhluta.
10
18:19. Brittany með tvö vítaskot niður. Hamar fær lokasókn leikhlutans.
9
16:19. Paulina er stressuð. Klikkar í galopnu skoti undir körfunni. Annað skiptið í leiknum. Ekki líkt henni.
9
16:19. Sturlaður þristur frá Abby. Langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Tandurhrein karfa.
8
16:16. Abby jafnar fyrir Hamar. Fær vítaskot líka en klikkar. Hamar vinnur svo boltann og geta komist yfir.
8
16:14. Hulda María með frábæran þrist og Njarðvík er yfir í fyrsta sinn í leiknum.
8
13:14. Hvorugt liðið að hitta núna. Hamar reyndi þrist. Gekk ekki.
7
13:14. Brittany reyndi erfitt skot og hitti ekki. Gátu komist yfir Njarðvíkurkonur.
7
13:14. Paulina með tvist og munurinn er eitt stig. Brittany fær síðan dæmda á sig villu.
6
11:14. Hamarskonur auka muninn í þrjú stig.
5
11:12. Brittany setur þrist og munurinn er aftur eitt stig.
5
8:12. Njarðvíkurkonur fengu tvö tækifæri til að jafna en í staðinn setur Kritrún þrist.
4
8:9. Hulda María með tvist og minnkar muninn í eitt stig.
4
6:9. Emilie Sofie á vítalínuna og setur bara annað vítið niður.
3
5:9. Fatoumata með tvist fyrir Hamar.
3
5:7. Hulda María með tvist fyrir Njarðvík.
2
3:7. Abby með tvist fyrir Hamar og þær vinna síðan boltann og geta aukið muninn enn meira.
2
3:5. Brittany fer á vítalínuna og setur bara annað vítið niður.
2
2:5. Emilie Sofie missti boltann, Hamarskonur bruna í sókn og Anna Soffía setur þrist!
1
2:2. Paulina jafnar strax og Njarðvíkurkonur vinna síðan boltann.
1
0:2. Kristrún með fyrstu stig leiksins fyrir Hamar.
0
0
0 Leikur hafinn
0:0. Hamar vinnur uppkastið.
0
Njarðvík hefur unnið síðustu tvær viðureignir liðanna. Það á undan vann Hamar/Þór.
0
Nú eru um 10 mínútur í að leikurinn hefjist. Það eru talsvert fleiri Njarðvíkingar mættir í Smáran. Það á líklega eftir að jafnast út áður en leikurinn byrjar.
0
Byrjunarlið Hamars/Þór: Fatoumata Jallow, Abby Claire, Hana I, Kristrún Ríkey, Anna Soffía.
0
Byrjunarlið Njarðvíkur: Emilie Sofie, Paulina, Hulda María, Brittany, Lára Ösp
0
Njarðvíkingar freista þess að komast í sjötta sinn í bikarúrslitin en félagið hefur aðeins náð að verða bikarmeistari einu sinni, árið 2012.
0
Velkomin með mbl.is í Smárann í Kópavogi þar sem Njarðvík og Hamar/Þór mætast í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í körfubolta. Sigurliðið mætir annað hvort Grindavík eða Þór frá Akureyri í úrslitaleiknum í Smáranum á laugardaginn kemur klukkan 13.30.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson, Sigurbaldur Frímannsson

Lýsandi: Jón Kristinn Jónsson

Völlur: Smárinn, Kópavogi

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert