KR í úrslit eftir spennuleik

Hilmar Smári Henningsson og Veigar Áki Hlynsson eigast við í …
Hilmar Smári Henningsson og Veigar Áki Hlynsson eigast við í Smáranum í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

KR og Stjarn­an átt­ust við í fyrri undanúr­slita­leik kvölds­ins í bik­ar­keppni karla í körfu­bolta í Smár­an­um í Kópa­vogi og lauk leikn­um með sigri Vest­ur­bæ­inga, 94:91.  KR-ing­ar mæta annað hvort Kefla­vík eða Val í úr­slita­leik á laug­ar­dag­inn í Smár­an­um en liðin mæt­ast síðar í kvöld.

Fyrri hálfleik­ur var gríðarlega jafn og skipt­ust liðin á að taka for­yst­una þó Stjarn­an hafi haft hana í lengri tíma af hálfleikn­um. Stjarn­an náði mest 7 stiga for­skoti í fyrsta leik­hlut­an­um í stöðunni 20:13 en KR-ing­um tókst að jafna leik­inn rétt áður en fyrsti leik­hlut­inn kláraðist með þriggja stiga körfu frá Orra Hilm­ars­syni. 

Staðan eft­ir fyrsta leik­hlut­ann jöfn 25:25. 

Í öðrum leik­hluta var jafnt á öll­um töl­um og mun­ur­inn milli liðanna aldrei meira en 4 stig og oft­ast bara tvö stig. KR-ing­ar voru yfir eft­ir tæp­lega 18 mín­út­ur í stöðunni 45:41 en Stjörn­unni tókst að ná for­ystu í stöðunni 47:45 fyr­ir Stjörn­una. 

Loka­mín­úta leik­hlut­ans var ansi spenn­andi en KR jafnaði í stöðunni 47:47 og komust síðan yfir 50:47 með þriggja stiga körfu frá Þor­valdi Orra Árna­syni. Stjarn­an jafnaði leik­inn strax í 50:50 með þriggja stiga körfu frá Hilm­ari Smára Henn­ings­syni. 

KR-ing­um tókst að kom­ast 52:50 yfir með tveim­ur víta­skot­um frá Þor­valdi Árna en þá kom þriggja stiga karfa frá Jase Febr­es og Stjarn­an var kom­in yfir 53:52 sem voru hálfleikstöl­ur.

Mik­ill hraði í leikn­um

KR-ing­ar byrjuðu þriðja leik­hlut­ann vel og náðu 55:53 for­skot. Gríðarleg­ur hraði var í leik­hlut­an­um og ljóst að hvor­ugt liðið ætlaði að lúta í lægri hlut í þess­um leik. 

Leik­hlut­inn var ansi lýk­ur öðrum leik­hluta þar sem liðin skipt­ust á að vera yfir. Kr-ing­ar náðu mesta for­skot­inu í stöðunni 65:60 en Stjörnu­menn söxuðu það niður og komust yfir í stöðunni 67:66. Fór svo að leik­hlut­inn endaði þannig að KR-ing­ar leiddu með einu stigi fyr­ir fjórða leik­hlut­ann. Staðan eft­ir þriðja leik­hluta 73:72.

Fjórði leik­hluti var ekki fyr­ir viðkvæma. Ægir Þór Stein­ars­son fyr­irliði Stjörn­unn­ar byrjaði leik­hlut­ann á að koma þeim 74:73 yfir. KR-ing­ar sættu sig ekki við það og komust yfir í stöðunni 78:76.

Spenn­an síðustu mín­út­ur leiks­ins voru rosa­leg­ar. KR-ing­ar náðu 4 stiga for­skoti í stöðunni 91:87. Stjörn­unni tókst að minnka mun­inn í 92:91 og vinna síðan bolt­ann þegar um 15 sek­únd­ur voru eft­ir af leikn­um. Það endaði með því að Ægir Þór tók þriggja stiga skot en klikkaði. 

KR-ing­ar fengu því loka­sókn­ina og létu tím­ann líða. KR er því á leið í bikar­úr­slita­leik­inn gegn annað hvort Val eða Kefla­vík á laug­ar­dag. 

Þor­vald­ur Orri Árna­son skoraði 22 stig fyr­ir KR og Þórir Guðmund­ur Þor­bjarn­ar­son tók 7 frá­köst.  Jase Febr­es skoraði 26 stig og tók 13 frá­köst fyr­ir Stjörn­una.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

KR 94:91 Stjarn­an opna loka
mín.
40 Leik lokið
94:91. KR-ingar eru á leiðinni í bikarúrslitaleikinn gegn annað hvort Val eða Keflavík.
40
92:91 Ægir fær galopið þriggja stiga skot sem klikkar. 7 sek eftir og KR tekur leikhlé.
39
92:91 KR fær dæmdar á sig 8 sek. Stjarnan tekur leikhlé.
39
92:91 45 sek eftir og Stjarnan með boltann.
39
92:91 Orri fær tvö víti og hittir úr báðum.
39
92:89 Linards fer á línuna, setur fyrra en klikkar á því seinna.
39
91:89 Jase setur niður sniðskot.
39
91:87 Nimrod með annan risa þrist! Yfir Hilmar í þetta skiptið.
38
88:87 Vlatko með þrist og Shaq svarar með erfiðu sniðskoti.
37
85:85 Nimrod með risa þrist yfir Orra!
37
82:85 Orri sækir á hringinn, setur hann af spjaldinu á Shaq sem treður með látum! KR tekur leikhlé.
36
82:83 Jase setur þrist niður.
35
82:80 Stjarnar fer í sókn og það er brotið á Shaq, Baldur tekur leikhlé til að teikna eitthvað upp.
34
82:80 Tvær körfur í röð hjá báðum liðum.
32
78:76 Góð byrjun á leikhlutanum, bæði lið að skiptast á körfum.
31
73:74. Ægir byrjar á að koma Stjörnunni yfir með tveggja stiga skoti.
31 Fjórði leikhluti hafinn
73:72. Stjarnan byrjar í sókn.
30 Þriðja leikhluta lokið
73:72 Stórkostlegur þriðji leikhluti á enda, KR leiðir með einu.
30
73:72 Hilmar ósáttur út í dómarann og fær tæknivillu. Nimrod setur vítið niður.
30
73:72 Hilmar ósáttur út í dómarann og fær tæknivillu. Nimrod setur vítið niður.
28
72:72 Bjarni skorar fyrir Stjörnuna og KR setja þrist. Allt jafnt!
28
69:70 Þorvaldur Orri með þrist!
28
66:70 Rosaleg barátta í sóknarfrákasti skilar Stjörnunni tveimur vítum en þeir missa bæði.
27
66:70 Orri fær tvö víti og fyrra dettur en ekki seinna.
27
66:69 Ægir með sniðskot og kemur Stjörnunni þrem stigum yfir.
26
66:67 Jase og Orri skora, Stjarnan komnir einu stigi yfir.
25
66:63. Linards fær tvö víti, fyrra niður en seinna klikkar.
25
65:63 KR-ingar með tvær snöggar körfur og Stjörnumenn svara með þrist frá Jase.
24
60:60 Jase setur þrist og jafnar leikinn.
24
60:57 Stjarnan minnkar muninn.
23
60:55 Linards með þrist.
23
57:55 Hilmar með gullfallega hreyfingu sem endar í sniðskoti.
22
57:53 Baldur fær tæknivillu fyrir að ögra dómara, Nimrod skorar úr vítinu.
22
56:53 Linards fær tvö víti, klikkar á fyrra en setur seinna.
21
55:53 Þorvaldur skorar og fær villu. Setur svo vítið niður.
21
52:53 Bæði lið klikka á sýnum fyrstu sóknum.
21 Síðari hálfleikur hafinn
52:53 KR byrja með boltann.
20 Hálfleikur
52:53. Stjarnan leiðir með einu stigi í hálfleik.
20
52:53 Jase með þrist úr horninu! 5 sek fyrir KR til að svara.
20
52:50 Þorri setur tvö víti niður og Stjarnan tekur leikhlé með 29 sek eftir.
20
50:50 Þristur hjá Stjörnunni.
20
50:47 Þristur hjá KR-ingum.
19
47:47 Linards með góða hreyfingu inni í teyg og jafnar leikinn.
18
45:47 Jase með risa þrist! Rosalegar þrjár sóknir í röð.
18
45:44 Hilmar svarar með þrist.
18
45:41 Þórir með þrist.
17
41:42 Hilmar kemst á hringinn, skorar og fær villu.
17
42:39 Vlatko með þrist og KR stúkan fagnar ógurlega.
16
39:39 Þorri með tvö víti sem að hann skilar niður.
16
37:39 Stjarnan skorar og kemst tveimur stigum yfir.
16
37:37 Nimrod með stökkskot sem að hann setur niður.
15
35:37 KR-ingar skora.
15
33:37 Orri með sniðskot sem dettur.
15
33:35 Brotið á Nimrod og hann hittir úr báðum vítunum.
15
31:35 Ægir setur þrist fyrir Stjörnuna.
13
31:32 Linards setur tvö víti niður.
12
29:32 KR-ingar skora.
12
27:32 Ægir með fallega hreyfingu sem endar á sniðskoti sem að hann setur niður.
11
27:30 Ægir setur tvö víti niður.
11
27:28 Veigar með tvist fyrir KR.
11
25:28 Hilmar með fallegann þrist úr horninu.
11 Annar leikhluti hafinn
25:25. Stjarnan byrjar með boltann í öðrum leikhluta.
10 Fyrsta leikhluta lokið
25:25. Allt jafnt eftir fyrsta leikhluta.
10
25:25. KR JAFNAR! Orri Hilmarsson setur þrist þegar rétt rúm ein sekúnda er eftir af leikhlutanum.
10
22:25. Aðeins þriggja stiga munur. KR-ingar með eitt vítaskot niður. Hitt klikkaði.
10
21:25. Bæði lið að hnykla vöðvana í vörninni. Fyrst var Shaq með alvöru blokkeringu og síðan komu KR-ingar með flotta vörn.
9
21:25. Jason með tvö víti niður fyrir KR.
9
19:25. Julíus með fallegt layup fyrir Stjörnuna.
8
19:23. Kr-ingar setja tvist.
7
17:23. Ægir setti þrist fyrir Stjörnuna og Þorvaldur með layup fyrir KR.
6
15:20. Nimrod með sín fyrstu stig í kvöld fyrir KR.
5
13:20. Orri svarar bara í sömu mynt með þriggja stiga körfu vel fyrir utan línuna.
5
13:17. Þorvaldur neglir niður þriggja stiga körfu. Leikhlé-ið hefur virkað eitthvað.
4
10:17. Alvöru áhlaup frá Stjörnunni sem setja 9 stig í röð. KR tekur leikhlé, eðlilega.
4
10:14. Stjörnumenn með tvær körfur í röð.
4
10:10. Óíþróttamannsleg villa dæmd á KR. Orri setur niður tvö víti og Stjarnan er í sókn.
4
10:8. Orri klikkar á þriggja stiga skoti fyrir Stjörnuna og KR er með boltann.
3
10:8. Linards jafnaði fyrir KR-inga sem unnu strax boltann og Þorvaldur setti tvist og kom KR yfir.
3
6:8. Þórir minnkar muninn fyrir KR-inga sem vinna síðan boltann.
2
4:8. Hilmar með tvist undir körfunni.
2
4:6. Shaq kominn með 4 stig og Stjarnan vinnur boltann. Geta aukið muninn.
2
4:4. Linards með tvö vítaskot niður. Allt jafnt.
2
2:4. Shaq með körfu.
1
2:2. KR jafnar. Vlatko setur tvist.
1
0:2. Jase setur tvö vítaskot niður.
1
0:0. Kr-ingar klikka á sinni fyrstu sókn.
1 Leikur hafinn
0:0. Veislan er byrjuð og það er KR sem vinnur uppkastið.
0
92:91 KR fær dæmdar á sig 8 sek. Stjarnan tekur leikhlé.
0
0
41:42 Hilmar missir vítið.
0
0
0
Hér gæti því allt endað í yfirspennu, framlengingu og hjartamagnýl.
0
Stjarnan hefur unnið báðar viðureignir liðanna í vetur. Fyrri leikinn bara með einu stigi en þann seinni með 8 stigum sem er ekki neitt í körfubolta.
0
Byrjunarlið Stjörnunnar: Hilmar Smári, Jase, Ægir Þór, Shaquille og Orri G.
0
Byrjunarlið KR: Þorvaldur Orri, Nimrod, Þórir Guðmundur, Linards og Vlatko.
0
Lið Stjörnunnar: Kristján, Hilmar, Jase, Ægir Þór, Pétur, Bjarni, Julius, Vikor, Shaquille, Orri.
0
Lið KR: Hallgrímur, Þorvaldur, Nimrod, Þórir, Friðrik, Orri, Veigar Áki, Jason, Linards, Lars Erik, Vlatko.
0
Bæði liði eru að klára upphitun og á sama tíma er stúkan að fyllast og lætin eru strax byrjuð.
0
Bikarkeppnin er samt allt önnu skeppna og spyr ekki um stöðu liða á öðrum vígstöðvum.
0
Stjörnumenn eru á hinum enda deildarinnar og berjast um deildarmeistaratitilinn við Tindastól fyrir lokaumferðina.
0
KR-ingar hafa verið að sækja í sig veðrið í deildinni og berjast um að komast í úrslitakeppnina.
0
Velkomin með mbl.is í Smárann í Kópavogi þar sem KR og Stjarnan mætast í fyrri leik undanúrslitanna í bikarkeppni karla í körfuknattleik. Keflavík og Valur mætast í seinni leiknum klukkan 20 í kvöld.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem, Birgir Örn Hjörvarsson

Lýsandi: Jón Kristinn Jónsson

Völlur: Smárinn, Kópavogi

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert