Það gekk ekkert hjá okkur.

Igor Maric ræðir við dómarana í kvöld.
Igor Maric ræðir við dómarana í kvöld. mbl.is/Eyþór

Kefl­vík­ing­ar töpuðu helst til stórt gegn Vals­mönn­um í undanúr­slit­um bik­ar­keppni karla í körfu­bolta í Smár­an­um í Kópa­vogi í kvöld.

Það verða því Val­ur og KR sem mæt­ast í úr­slita­leikn­um á laug­ar­dag. Sig­urður Ingi­mund­ar­son þjálf­ari Kefla­vík­ur var að von­um svekkt­ur með tapið þegar mbl.is náði af hon­um tali. 

Hvað varð þínu liði að falli í kvöld?

„Sókn­in all­an leik­inn var bara hræðileg. Við byrjuðum leik­inn ágæt­lega varn­ar­lega en eft­ir því sem leið á leik­inn þá bara versnaði sókn­ar­leik­ur­inn okk­ar og við hitt­um ekk­ert og þá bara varð þetta erfitt því Vals­menn eru mjög gott lið og með mjög góða vörn. Það sem við ætluðum að gera bara gekk ekki og það gekk ekk­ert upp hjá okk­ur,“ sagði Sig­urður.

Fyrsti leik­hlut­inn var nokkuð góður hjá Kefl­vík­ing­um og mun­ur­inn aðeins tvö stig eft­ir hann þrátt fyr­ir að hafa lent í 9 stiga áhlaupi frá Vals­mönn­um í upp­hafi leiks. En þið náið ekki að fylgja því eft­ir í öðrum leik­hluta?

„Nei ég hélt að vær­um á staðnum sem við ætluðum að vera á eft­ir fyrsta leik­hluta en það reynd­ist ekki rétt hjá mér.“

Mjög mikið af þriggja stiga skot­um sem fara for­görðum hjá þínu liði í kvöld. Var það ykk­ar bana­biti?

„Já af því að þetta lið er þannig sam­sett að þetta eru þriggja stiga skytt­ur. Það er eng­inn miðherji sem við gát­um notað til að leysa upp sókn­ina okk­ar. Þannig að ef þess­ar skytt­ur hitta ekki þá erum við bara í vand­ræðum.“

Núna er þess­ari keppni lokið og framund­an er síðasta um­ferðin í deild­inni þar sem Kefla­vík berst fyr­ir því að kom­ast í úr­slita­keppn­ina. Ertu vongóður um að kom­ast þangað með sigri á Þór frá Þor­láks­höfn?

„Við þurf­um bara að sjá hvert það leiðir okk­ur því þetta er ekki í okk­ar hönd­um. Við þurf­um hins­veg­ar að vinna þann leik og þá eig­um við séns,“ sagði Sig­urður í sam­tali við mbl.is. 

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert