Lærðu af síðasta leik gegn KR

Frank Aron og Hjálmar Stefánsson fagna sigrinum í bikarkeppninni.
Frank Aron og Hjálmar Stefánsson fagna sigrinum í bikarkeppninni. mbl.is/Ólafur Árdal

Frank Aron Booker skoraði 20 stig fyr­ir Val í sigr­in­um á KR 96:78 í úr­slit­um Vís bik­ars karla í körfuknatt­leik í Smár­an­um í dag. 

„Núm­er eitt, tvö og þrjú er að vinna þenn­an fal­lega bik­ar. En ef maður horf­ir í frammistöðuna þá þurft­um við að gera hlut­ina erfiða fyr­ir KR-inga. Ekki leyfa þeim að gera það sem þá lang­ar til að gera á vell­in­um. Í sókn­inni var aðal atriðið að leyfa spil­inu að flæða og við gerðum það mjög vel þegar okk­ur tókst að koma for­skot­inu upp í 20 stig. Þegar við héng­um á bolt­an­um og reynd­um að búa til færi maður á móti manni þá varð erfiðara fyr­ir okk­ur að skora,“ sagði Frank Aron í sam­tali við mbl.is þegar sig­ur­inn var í höfn. 

Hann seg­ir Vals­menn hafa dregið lær­dóm af leik gegn KR á Íslands­mót­inu. 

„Ég er mjög ánægður með hvernig spilaðist úr þessu. Síðast þegar við spiluðum á móti KR þá rústuðu þeir okk­ur í bar­átt­unni um frá­köst­in. Bæði í vörn og sókn. Við lögðum þar af leiðandi mikla áherslu á að stíga þá vel út og all­ir hjálpuðu til í frá­köst­un­um. Við gerðum það miklu bet­ur í þess­um leik held­ur en síðast þegar við mætt­um KR,“ sagði Frank Aron og hann var afar ánægður með and­rúms­loftið í hús­inu enda voru stuðnings­menn liðanna mjög líf­leg­ir. 

Leikmenn Vals bíða eftir því að handfjatla bikarinn.
Leik­menn Vals bíða eft­ir því að hand­fjatla bik­ar­inn. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

„Já það er smá ríg­ur á milli fé­lag­anna. Finn­ur þjálf­ari, Kristó­fer og Björn komu all­ir frá KR til Vals. Það var pirr­ing­ur í kring­um það um tíma en þetta er körfu­bolti og þegar leikn­um er lokið þá geta menn átt eðli­leg sam­skipti. Ég á til dæm­is frænda í KR-liðinu og ég hef bara gam­an að þess­um ríg,“ seg­ir Frank Aron.  

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert