Við getum unnið titla

Njarðvíkurliðið fagnar.
Njarðvíkurliðið fagnar. mbl.is/Ólafur Árdal

Nýkrýnd­ur bikar­meist­ari í körfu­bolta, Anna Lilja Ásgeirs­dótt­ir, var býsna gleðileg með bik­ar­inn sjálf­an í fang­inu þegar mbl.is náði af henni tali strax eft­ir leik í dag. Spurð út í þá til­finn­ingu að vera orðin bikar­meist­ari sagði Anna Lilja þetta.

Anna Lilja varð bikar­meist­ari ásamt Njarðvík­ing­um en liðið vann Grinda­vík, 81:74, í úr­slita­leikn­um í Smár­an­um í dag. 

„Þetta er bara geggjað og þetta er geggjuð til­finn­ing,“ sagði Anna Lilja beint eft­ir leik.

Tók það á taug­arn­ar að spila þenn­an leik í dag?

„Já, ég verð að segja það. Þetta var stress­andi. Sér­stak­lega í end­ann. Eins og all­ir vita þá get­ur allt gerst í svona úr­slita­leik. Við viss­um að þetta yrði erfitt og við mætt­um aldrei hætta og það er það sem við gerðum. Við hætt­um aldrei og upp­skár­um í sam­ræmi við það.“

Njarðvík er 15 stig­um yfir í þriðja leik­hluta og það mátti jafn­vel heyra stuðnings­menn Njarðvík­ur fagna eins og tit­ill­inn væri ör­ugg­ur en þá kem­ur stór­kost­legt áhlaup frá Grinda­vík sem síðan jafn­ar leik­inn. Hvernig leið ykk­ur á þess­um tíma­punkti?

„Auðvitað var þetta erfiður kafli í leikn­um og þetta var skell­ur. En við töluðum um að halda bara áfram að spila vörn því það er upp­hafið að góðri sókn og síðan halda áfram að sækja og skjóta. Við gerðum það.“

Nú er úr­slita­keppn­in fram und­an. Er þessi tit­ill mik­il­væg­ur fyr­ir sjálfs­traustið og reynsl­una sem þarf til að kom­ast alla leið á Íslands­mót­inu?

„Já, ég myndi segja það. Við erum marg­ar ung­ar og þetta sýn­ir okk­ur að við get­um þetta. Við get­um unnið titla,“ sagði hæst­ánægð Anna Lilja í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert