Martin Hermannsson var enn og aftur í lykilhlutverki hjá Alba Berlín í dag þegar liðið vann stórsigur gegn Vechta á heimavelli í þýska körfuboltanum, 83:58.
Martin skoraði 15 stig og átti sjö stoðsendingar, auk þess að taka þrjú fráköst en hann lék í 21 mínútu í leiknum.
Alba er þrátt fyrir sigurinn enn í 13. sæti af 17 í deildinni, en samt aðeins tveimur sigrum á eftir Vechta sem er í sjöunda sætinu. Átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina.