Sterkur í stórsigri

Martin Hermannsson var með 15 stig og sjö stoðsendingar í …
Martin Hermannsson var með 15 stig og sjö stoðsendingar í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Mart­in Her­manns­son var enn og aft­ur í lyk­il­hlut­verki hjá Alba Berlín í dag þegar liðið vann stór­sig­ur gegn Vechta á heima­velli í þýska körfu­bolt­an­um, 83:58.

Mart­in skoraði 15 stig og átti sjö stoðsend­ing­ar, auk þess að taka þrjú frá­köst en hann lék í 21 mín­útu í leikn­um.

Alba er þrátt fyr­ir sig­ur­inn enn í 13. sæti af 17 í deild­inni, en samt aðeins tveim­ur sigr­um á eft­ir Vechta sem er í sjö­unda sæt­inu. Átta efstu liðin fara í úr­slita­keppn­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert