Valur Íslandsmeistari 2008

Leikmenn Vals fagna Íslandsmeistaratitlinum á Vodafonevellinum í dag.
Leikmenn Vals fagna Íslandsmeistaratitlinum á Vodafonevellinum í dag. mbl.is/hag

Valur er Íslandsmeistari í Landsbankadeild kvenna þetta árið eftir 8:0 stórsigur á Stjörnunni á Vodafone vellinum í dag. Bæði Margrét Lára Viðarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir skoruðu þrennu.

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út að leik loknum enda fylltist stúkan þegar á leikinn leið en tómleg var hún í byrjun

Sigrar Valur því deildina með 51 stig, þremur fleiri en KR, sem var eini alvarlegi áskorandinn þessa leiktíðina.

Byrjunarlið Vals: Randi Wardum, Sif Atladóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Ásta Árnadóttir, Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Sif Rykær, Sophie Andrea Mundy.

Byrjunarlið Stjörnunnar: Sandra Sigurðardóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, Margrét Guðný Vigfúsdóttir, Inga Birna Friðjónsdóttir, Edda María Birgisdóttir, Guðný Jónsdóttir, Guðríður Hannesdóttir, Katrín Klara Emilsdóttir, Ástrós Anna Klemensdóttir.

Leikmenn Vals fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2008.
Leikmenn Vals fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2008. mbl.is/hag
Margrét Lára Viðarsdótti leikmaður Vals.
Margrét Lára Viðarsdótti leikmaður Vals. mbl.is
Valur** 8:0 Stjarnan kv. opna loka
92. mín. Guðlaug Rut Þórsdóttir (Valur**) á skot framhjá
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert