Ingimundur kom Fylki í 2. sætið

Úr leik KR og Fylkis í kvöld.
Úr leik KR og Fylkis í kvöld. mbl.is/Heiðar

Fylkir vann í kvöld 4:2 sigur á KR í Vesturbænum þar sem liðin áttust við í 17. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Öll mörkin komu í mögnuðum seinni hálfleik og það var Ingimundur Níels Óskarsson sem tryggði Fylki sigurinn með tveimur síðustu mörkum leiksins. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Fylkir komst þar með upp fyrir KR í 2. sæti deildarinnar og er með 32 stig gegn 30 stigum KR sem á þó leik til góða.

Byrjunarlið KR: Andre Hansen - Skúli Jón Friðgeirsson, Mark Rutgers, Grétar Sigfinnur Sigurðsson, Jordao Diogo, Gunnar Örn Jónsson, Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Atli Jóhannsson, Guðmundur Benediktsson, Björgólfur Hideaki Takefusa.
Varamenn:
Egill Jónsson, Óskar Örn Hauksson, Gunnar Kristjánsson, Atli Jónasson, Ásgeir Örn Ólafsson, Ingólfur Sigurðsson, Eggert Rafn Einarsson.

Byrjunarlið Fylkis: Ólafur Þór Gunnarsson - Andrés Már Jóhannesson, Kristján Valdimarsson, Einar Pétursson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Theódór Óskarsson, Valur Fannar Gíslason, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Ólafur Ingi Stígsson, Ingimundur Níels Óskarsson, Albert Brynjar Ingason.
Varamenn:
Daníel Karlsson, Jóhann Þórhallsson, Pape Mamadou Faye, Tómas Þorsteinsson, Kjartan Andri Baldvinsson, Halldór Arnar Hilmisson, Davíð Þór Ásbjörnsson.

Bjarni Guðjónsson leikmaður KR.
Bjarni Guðjónsson leikmaður KR. Eggert Jóhannesson
KR 2:4 Fylkir opna loka
90. mín. Gunnar Kristjánsson (KR) á skot sem er varið Skot úr teignum en í varnarmann Fylkis.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert