Best var oft sagður fimmti Bítillinn

George Best er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma.
George Best er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma. Reuers/ACTION IMAGES

George Best, einn af snjöllustu knattspyrnumönnum allra tíma, verður allur innan fárra stunda. Læknar á Cromwell-sjúkrahúsinu í London sögðu í gærkvöld að ekki yrði aftur snúið og hann hefur í nótt fengið líknandi meðferð.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er heil opna helguð ferli þessa litríka Norður-Íra sem var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu þegar hann var aðeins 22 ára gamall. „Best var oft sagður fimmti Bítillinn" segir þar í fyrirsögn á frásögn Sigmundar Ó. Steinarssonar.

Sjá einnig enski.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka