Thatcher í sex leikja bann hjá Man.City

Ben Thatcher er ekki í góðum málum.
Ben Thatcher er ekki í góðum málum. AP

Manchester City ákvað í dag að setja varnarmanninn Ben Thatcher í sex leikja bann og sekta hann um sex vikna lauk vegna brotsins hrottalega sem hann framdi á Portúgalanum Pedro Mendes, leikmanni Portsmouth, í leik félaganna á dögunum. Thatcher fékk aðeins að líta gula spjaldið fyrir brotið en hann gaf Mendes þungt olnbogaskot í andlitið með þeim afleiðingum að hann fór alblóðugur af velli og var fluttur á sjúkrahús. Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Thatcher og þá er málið komið inn á borð lögreglunnar í Manchester.

Sjá einnig Enski boltinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert