Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaðurinn ungi í HK, hefur fengið tilboð frá enska stórliðinu Arsenal. Þar á bæ hefur verið fylgst með honum um langt skeið og Kolbeinn hefur farið nokkrum sinnum til æfinga hjá Arsenal.
Útsendarar frá Arsenal fylgdust síðast með Kolbeini í úrslitakeppni Evrópumótsins í Belgíu á dögunum. Arsenal hefur einnig boðið Kolbeini að fara með unglingaliði félagsins á alþjóðlegt mót í Hong Kong í næstu viku ef hann vilji fá lengri tíma til að íhuga boðið.
Nánar er fjallað um þetta í íþróttablaði Morgunblaðsins.