Beint af EM á ÓL

Fermin Lopez eyðir sumrinu á stórmótum
Fermin Lopez eyðir sumrinu á stórmótum AFP/Lluis Gene

Fermin Lopez, leikmaður Spánar í fótbolta, hefur verið valinn í lokahóp Spánar fyrir Ólympíuleikana í París. Lopez fær ekki langt sumarfrí í ár því hann er þessa stundina staddur í Þýskalandi á EM.

Pau Cubarsi, liðsfélagi Lopez hjá Barcelona, er einnig í hópnum en hann missti naumlega af sæti í EM hópnum. Eric Garcia er þriðji leikmaður Börsunga sem fer á Ólympíuleikana en enginn frá Real Madrid er í hópnum. Félög eru ekki skikkuð til að leyfa sínum mönnum að taka þátt en Ólympíuleikar tengjast FIFA ekki á nokkurn hátt.

Á leikunum er keppt í fótbolta undir 23 ára en heimilt er að velja þrjá eldri leikmenn í hóp. Spánverjar völdu að þessu sinni Sergio Gomez (Manchester City), Abel Ruiz (Braga) og Juan Miranda (Real Betis).

Allan hópinn má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert