Sindri nálgast ÓL sæti

Sindri Hrafn Guðmundsson kastar spjótinu á Akureyri í dag.
Sindri Hrafn Guðmundsson kastar spjótinu á Akureyri í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sindri Hrafn Guðmundsson bætti sinn besta árangur á árinu í spjótkasti og færist nær farseðli á Ólympíuleikana í París á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri í dag.

Sindri Hrafn kastaði 82,55 metra í dag í sínu þriðja kasti og sigraði með yfirburðum. Besta kast hans í ár var 81,21 og því um töluverða bætingu að ræða.

Sindri var í fertugasta og níunda sæti heimslistans fyrir daginn í dag en þrjátíu og tvö sæti eru í boði á Ólympíuleikana og Sindri er því vonandi kominn ansi nálægt því að tryggja sig inn.

Einungis þrír keppendur frá hverri þjóð komast á leikana og því þarf Sindri ekki endilega að vera meðal efstu þrjátíu og tveggja á listanum til að fá þáttökurétt í París. 

Dagbjartur Daði Jónsson varð annar með besta kast upp á 75,56 metra.

Dagbjartur Daði Jónsson varð annar í spjótkastinu.
Dagbjartur Daði Jónsson varð annar í spjótkastinu. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert