Jón Þór bar sigur úr býtum

Jórunn Harðardóttir, Jón Þór Sigurðsson og Ívar Ragnarsson.
Jórunn Harðardóttir, Jón Þór Sigurðsson og Ívar Ragnarsson. Ljósmynd/Íþróttabandalag Reykjavíkur

Jón Þór Sigurðsson úr skotíþróttafélagi Kópavogs bar sigur úr býtum í keppni í loftskammbyssu í opnum flokki fullorðinna á Reykjavíkurleikunum.

Jón Þór endaði með 230,8 stig. Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur hafnaði í öðru sæti með 227,4 stig og Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs hreppti bronsið með 207,7 stig.

Í unglingaflokki var það Elísabet X. Sveinbjörnsdóttir sem hlaut gullið. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1.666 stig. A-sveit Skotfélags Reykjavíkur endaði í öðru sæti með 1.580 stig og A-sveit Skotdeildar Keflavíkur hafnaði í þriðja sæti með 1.576 stig.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert