Reykjavíkurleikunum í sundi lauk nú í kvöld. Um 350 keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni þar af komu rúmlega 100 erlendis frá. Mótið var mjög sterkt í ár og fengu íslensku keppendurnir oft mjög harða keppni.
Danska sundkonan Martine Damborg frá Svømmeklub Kvik Kastrup tryggði sér besta afrek mótsins þegar hún synti 50m baksund á tímanum 28,8. Fyrir það sund hlaut hún 807 stig.
Einar Margeir Ágústson stóð sig best af íslensku keppendunum en hann vann annað besta afrek mótsins þegar hann synti 100m bringusund á tímanum 1:01.23 en fyrir það fær hann 801 stig. Einar bætti tíma sinn um rúma sekúndu.
Þess má geta að íslandsmetið í greininni á Anton Sveinn McKee, 1:00.21. Einar Ágúst gerði sér lítið fyrir og tryggði sér lágmark bæði í 50m og 100m bringusundi á HM50 sem fram fer í júlí í Singapúr.
Snorri Dagur Einarsson vann þriðja besta afrekið á mótinu þegar hann synti 50m bringusund á 28,5.3 Fyrir það sund hlaut hann 758 stig.
Það voru þau Goncalo Carlos Azevedo frá Portugal og Kay-Lyn Löhr frá Sviss sem unnu fjórða besta afrekið á mótinu. Azevedo fyrir 100m skriðsund þegar hann synti á 51,14, en fyrir það sund hlaut hann 746 stig. Löhr hlaut nákvæmlega sama stigafjölda fyrir 200m fjórsund þegar hún synti á 2:19,03.
Fjögur mótsmet voru sett á mótinu í ár. Höfðu mörg þeirra staðið í mjög mörg ár. Mótsmetin sem sett voru á mótinu:
Attila Polster frá Sviss bætti mótsmetið í 400m fjórsundi þegar hann synti á 4:34,38 og rauf þar með tíu ára gamalt met Sindra Þór Jakobssonar. Þetta eru aðrir Reykjavíkurleikar Attila.
Goncalo Carlos Azevedo frá Portúgal bætti 19 ára gamalt met í 100m skriðsundi þegar hann synti 100m á tímanum 51,14. Gamla metið átti Örn Arnarson sem hann setti árið 2006, 51,67.
Danska sundkonan Martine Damborg átti mjög gott mót þegar hún setti tvö mótsmet. Hún setti nýtt met í 200m fjórsundi á tímanum 2:18,15 og braut þar með tveggja ára gamalt met Beatrice Berley. Hún bætti einnig 18 ára gamalt met í 100m flugsundi þegar hún synti á tímanum 1:00,86 sem var áður í eigu Slóvensku Ólympíustjörnunnar Martinu Moravcovu, 1.00,88.
Keppendur í flokki fatlaðra hafa einnig sýnt glæsilegan árangur á mótinu. Átta Íslandsmet féllu á mótinu og setti Snævar Örn Kristmannsson frá Reykjavík sjö þeirra í flokki S14 og Sigrún Kjartansdóttir frá Firði setti eitt í flokki S16 í 200m frjálsri aðferð:
Alexander Hillhouse frá Kvik í Danmörku vakti einnig mikla athygli en hann varð í 3. sæti í úrslitum í opnum flokki í 200m flugsundi. Alexander synti einnig 50m flugsund á tímanum 25,28 og var einungis 18 hundruðustu úr sekúnu frá danska metinu.
Mohammad Shams Aalam Shaikh frá Indlandi setti Indverskt og Asíu met í 200 m bringusundi í flokki SB4 þegar hann synti á tímanum 5.37,21
Besti árangur í karlaflokki fatlaðra á mótinu hlaut Alexander Hillhouse, frá KVIK, Kastrup Danmörk fyrir 50 m flugsund en fyrir það fékk hann 1089 stig. Í kvenna flokki var það Oddvá Sedea D. Nattestad, Havnar Svimjifelag fyrir 50 m skriðsund en fyrir það sund fékk hún 585 stig
Þá er virkilega flottu móti á Reykjavíkurleikunum lokið með fínum árangri og var umgjörð sundkeppninnar til mikillar fyrirmyndar.