Baldvin sló annað Íslandsmet

Baldvin Þór Magnússon í hlaupinu í kvöld.
Baldvin Þór Magnússon í hlaupinu í kvöld. mbl.is/Karítas

Baldvin Þór Magnússon sló eigið Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi karla innanhúss í frjálsíþróttakeppninni í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll í kvöld.

Baldvin Þór hljóp á tímanum 3:39,67 mínútum en fyrra met hans í greininni var 3:41,05, sem hann setti einmitt á Reykjavíkurleikunum fyrir rétt tæpu ári síðan.

Í öðru sæti var Thomas James Bridger á 3:40,15 mínútum og í þriðja sæti var William Sean Rabjohns á 3:48,03.

Baldvin er nýbúinn að slá Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert