Keppni í klifri á Reykjavíkurleikunum hófst síðastliðinn laugardag á undankeppni og undanúrslitum í opnum flokkum og undankeppni og úrslitum í U15 flokkum.
Sigurvegarar í U15 flokkunum voru þau Hrefna Fanney Halldórsdóttir og Gunnar Þór Stefánsson Reykjavíkurmeistarar. Hjá stelpunum var síðan Hólmfríður Inga Magnúsdóttir í öðru sæti og Embla Sól Birgisdóttir í þriðja sæti. Strákamegin var Benedikt Nóel Hinriksson í öðru sæti og Sævar Logi Andrason í þriðja sæti.
Í fullorðinsflokki munu Garðar Logi Björnsson, Guðmundur Freyr Arnarsson, Paulo Mercado Guðrúnarson, Reynir Ólafsson, Greipur Ásmundarson og Hlynur Þorri Beneditsson keppa karlamegin en kvennamegin keppa Clara Stricker-Petersen, Agnes Matthildur Folkmann, Þórdís Nielsen, Jenný Þóra Halldórsdóttir, Victoria Reuter og Elena Kappler
Nú í ár er nýtt stigakerfi frá Alþjóðlega Klifursmbandinu IFSC í notkun þar sem fullt hús stiga fyrir hverja leið jafngilda 25 stig, það að ná miðju getur gefið allt að 10 stig og dregin eru frá 0,1 stig í hvert sinn sem keppandinn dettur. Í undanúrslitunum voru fjórar leiðir og var þar mest hægt að ná 100 stigum ef keppandi hefði náð að toppa allar leiðir í fyrstu tilraun. Enginn keppandi var með fullt hús stiga og eru þetta þau sem eru komin í úrslitin sem fram fara í kvöld, 3. febrúar kl. 19:30, og verða í beinni á RÚV2.