Eru tölvuframleiðendur risar gærdagsins?

Sala á tölvum í Bandaríkjunum hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum. Samhliða aukinni sölu rauk verð hlutabréfa í tæknifyrirtækjum upp. Í ár er því hins vegar spáð, að sögn Más Wolfgangs Mixa, að sala á tölvum muni dragast saman og er útlit fyrir að verð hlutabréfa í tæknifyrirtækjum muni einnig lækka.

MEGINÁSTÆÐA þeirrar miklu framleiðniaukningar sem skapaðist í Bandaríkjunum og víða annarsstaðar á þessum áratugi er rakin til þeirrar auknu hagræðingar sem tölvunotkun leiddi af sér. Á þessu tímabili hefur sala á tölvum verið gríðarleg. Hlutfall kaupa fyrirtækja á tölvum og tengdum vörum á sl. ári var orðið um 40% af öllum fjárfestingum þeirra, sem er um tvöfalt hærra hlutfall en það var í byrjun áratugarins. Á sama tíma meira en fjórfaldaðist árleg sala á tölvum í heiminum. Árið 1990 áttu um 15% allra bandarískra heimila tölvur, en nú er ein eða fleiri tölvur á öðru hverju heimili þar. Um tíma jókst sala á milli ára yfir 30%. Stöðugar framfarir urðu til þess að flestir kaupendur voru tilbúnir að kaupa tiltölulega dýrar gerðir af tölvum til þess að þær yrðu ekki strax úreltar. Síðastliðin 2-3 ár hefur byltingin í notkun veraldarvefsins t.d. aukið þessar kröfur og ýtt undir marga að fjárfesta í tölvu. Samhliða þessari þróun gátu tölvuframleiðendur lagt töluvert á framleiðslu sína. Verð hlutabréfa tölvuframleiðenda ruku upp á þessu tímabili, enda voru fyrirtækin í miklum vexti og veittu mikinn hagnað.

Samdráttur í einingum, verðum og notkun

Ein fyrir hvern starfsmann

Hagnaður fer norður og niður

Framtíðin

Höfundur er sérfræðingur á viðskiptastofu Sparisjóðs Hafnarfjarðar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK