Sú ávöxtun sem fæst fyrir hlutabréf verður að taka mið af þeirri ávöxtun sem er í boði á sama tíma í öðru formi á hverju svæði. Samanburður við "áhættulaus" ríkisbréf er sú ávöxtun sem oftast hefur verið notuð til samanburðar. Ef vextir eru háir á einhverju svæði, þá þarf ávöxtunarkrafa til hlutabréfa einnig að vera há, skrifar Már Wolfgang Mixa. UNDANFARIN ár hafa margir verið að halda því fram að hlutabréfamarkaðir víðsvegar í heiminum væru orðnir ofmetnir. Sömu sögu má segja hér á Íslandi síðastliðna mánuði. Hafa helstu röksemdirnar verið þær að V/H hlutföll víðsvegar í heiminum hafa verið langt yfir þau mörk sem lengi vel þóttu vera eðlileg. Campbell-Shiller aðferðin lítur t.d. á meðaltal V/H hlutfalla í gegnum tíðina. Þar sem að V/H hlutföll sýna hversu langan tíma það tekur núverandi hagnað mörg ár að safnast saman upp í núverandi markaðsvirði, þá leiðir hátt V/H hlutfall til þess að það tekur fleiri ár fyrir núverandi hagnað að skila sér til baka í núverandi markaðsvirði. Með því að deila V/H hlutfall upp í einn fæst sú ávöxtunarkrafa í prósentum sem fjárfestar gera til hvers hlutafélags, miðað við óbreyttan hagnað. Þar sem V/H hlutföll eru nú víðsvegar mun hærri í Bandaríkjunum og Evrópu en í sögulegu samhengi, er ávöxtunarkrafa fjárfesta nú miklu lægri til hlutabréfa en í fortíðinni, og samkvæmt Campbell-Shiller aðferðinni eru hlutabréf á þessum svæðum því allt of hátt metin.
Sambærilegar ávöxtunarkröfur
Önnur leið, aðrar forsendur
Samanburður á bandarísku S&P 500 hlutabréfavísitölunni og 5 ára bandarískum ríkisskuldabréfum
Hlutabréfamarkaðir í Evrópu, vanmetnir eða ofmetnir?
31% Spánn 25% Frakkland 22% Fyrirtæki í ofangreindum löndum mynda tæplega helming af EURO Stoxx 50 hlutabréfavísitölunni. Sömu kauptækifæri eru þó ekki alls staðar fyrir hendi í Evrópu. Þýski hlutabréfamarkaðurinn er ofmetinn um 9%, aðallega vegna lítils hagvaxtar á þessu ári. Þó hafa undanfarna daga verið blikur í lofti um að hann kunni að aukast meira á seinni hluta ársins. Lítill hagvöxtur í Bretlandi gerir hlutabréf þar ofmetin um 14%, en 25 punkta vaxtalækkun nú nýverið gæti snögglega bæði aukið hagvöxt og minnkað ávöxtunarkröfu 5 ára ríkisbréfa þar. Ísland
Dow Jones Industrial Average hlutabréfavísitalan hefur síðastliðinn mánuð lækkað um tæp 5% vegna ótta um að vaxtahækkanir séu í burðarliðnum þar. Fylgst er gaumgæfilega með hverri vísbendingu um þróun vaxta og ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa. Það hefur verið bent á þá staðreynd að hlutabréf hafi á árinu hækkað mjög samhliða örri hækkun ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa, sem hefur leitt til þess að hlutabréf séu orðin mjög ofmetin gagnvart ríkisskuldabréfum (m.ö.o., leiðréttingin á hlutabréfaverði hefur ekki verið næg eða að ávöxtunarkrafa skuldabréfa er orðin of há). Á svipuðu tímabili hefur ávöxtunarkrafa ríkisbréfa á gjalddaga eftir 4,3 ár farið upp hér á Íslandi um rúmlega 1,5%. Slík snögg hækkun myndi kollvarpa hlutabréfaverði erlendis. Áhrifin hingað til hafa verið næstum því engin á virði innlendra hlutabréfa. Þetta er afar merkilegt því ekki aðeins hefur hækkun vaxta neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækja (hærri vaxtakostnaður leiðir til minni hagnaðar) heldur eykst einnig ávöxtunarkrafan sem fjárfestar ættu að gera til fyrirtækja. Hærri ávöxtunarkrafa leiðir til lægri viðunandi V/H hlutfalla. Þeir sem hafa þrælað sér í gegnum þetta ættu að hafa hugmynd um hvert þessi umræða er að stefna. Hægt er að miða við þær forsendur hér á landi sem gera ráð fyrir 4,8% hagvexti á þessu ári samkvæmt Þjóðhagsstofnun og að hann haldist stöðugur næstu ár (hún gerir reyndar ráð fyrir hagvexti í kringum 2,5% árin 2000-2003), auk 2,4% verðbólgu á milli ára samkvæmt spá Seðlabankans. Sambærilegustu bréf hér á landi eru 2003 ríkisbréf sem nú eru með 8,6% ávöxtunarkröfu (eingreiðslubréf með sama tíma til gjalddaga og meðallíftími bandarískra 5 ára ríkisskuldabréfa). Núverandi vegið meðaltal á V/H hlutföllum fyrirtækja á Aðallista VÞÍ er 24,3, svipað og í öðrum Evrópulöndum. Vaxtastig hér er hinsvegar miklu hærra en í Evrópu, og því ætti ávöxtunarkrafan á hlutabréfum hérlendis að vera hærri. Samkvæmt þessari aðferðarfræði eru íslensk hlutabréf því nú ofmetin um rúmlega 50% gagnvart lengri ríkisbréfum. Höfundur starfar hjá viðskiptastofu Sparisjóðs Hafnarfjarðar.