Verðfall tæknifyrirtækja vekur spurningar

Marg­ir frétta­skýrend­ur hafa út­skýrt verðfall á tæknifyr­ir­tækj­um á hluta­bréfa­mörkuðum svo að dóm­ur sá er gekk Microsoft í óhag gegn banda­ríska rík­inu um dag­inn hafi breytt viðhorfi fjár­festa til tækni­geir­ans. Sá dóm­ur kom hins veg­ar ekki á óvart. Skýr­ing­in, að mati Más Wolfangs Mixa, er fjöldi veikra fjár­festa á markaðinum.

SÍÐASTLIÐIÐ haust var mikið rætt um að verðhrun gæti átt sér stað á hluta­bréf­um í Banda­ríkj­un­um. Helstu rök­in sem sett voru fram voru að 2000-vand­inn (man ein­hver eft­ir hon­um?) myndi valda glundroða um all­an heim, sam­lík­ing­ar við ástandið á sama árs­tíma 1929, og sú ein­falda staðreynd að hluta­bréfa­verð var víðast hvar hátt metið sam­kvæmt helstu kenni­töl­um og sam­an­b­urðarfræðum. Birt­ust m.a. tvær grein­ar í Morg­un­blaðinu á því tíma­bili þar sem varað var við hættu á verðhruni, reynd­ar báðar byggðar á sömu grein­inni í The Econom­ist. Októ­ber­mánuður kom og fór án nokk­urs hruns á verði hluta­bréfa. Sam­hliða því fóru áhyggj­ur manna af 2000-vand­an­um að minnka.

Það virðist sem marg­ir fjár­fest­ar hafi í byrj­un nóv­em­ber litið svo á, að all­ar hætt­ur á verðhruni hafi verið úr veg­in­um. Hrak­spárn­ar höfðu ekki ræst. Verð margra hluta­bréfa, sem al­mennt flokk­ast und­ir áhættu­sama fjár­fest­ingu, fór jafnt og þétt að hækka. Þegar frétt­ir fóru að ber­ast um aðila sem höfðu hagn­ast auðveld­lega á slík­um fjár­fest­ing­um, vildu fleiri og fleiri taka þátt í verðsveifl­unni upp á við. Marg­ir fóru að taka lán til þess og af­leiðing­arn­ar hafa í sum­um til­fell­um verið skelfi­leg­ar.

Sam­kvæmt al­rík­is­lög­um í Banda­ríkj­un­um mega verðbréfa­fyr­ir­tæki lána 50% fjár­fest­inga til verðbréfa­kaupa. Verðbréfa­fyr­ir­tæki legg­ur m.ö.o. til 50% til að kaupa hluta­bréf fyr­ir hönd fjár­fest­is og hann legg­ur sjálf­ur fram eigið fé fyr­ir 50% af upp­hæðinni. Flest fyr­ir­tæki eru með inn­an­hús­regl­ur um að fari markaðsvirði hluta­bréfa niður fyr­ir 30-40% af upp­haf­legri fjár­fest­ingu þurfi viðskipta­vin­ur­inn að greiða mis­mun­inn þannig að eigið fé nái of­an­greind­um mörk­um af markaðsvirði þess tíma (þetta er kallað marg­in call). Því er talað um að eig­end­ur bréfa sem eru keypt með lán­um séu með veika stöðu í þeim.

Lán­tök­ur juk­ust um 27% á síðasta árs­fjórðungi 1999

Á síðasta árs­fjórðungi síðastliðins árs juk­ust slík­ar lán­tök­ur um 27%! Fyrstu mánuði þessa árs héldu þess­ar lán­tök­ur áfram að aukast og var aukn­ing­in litlu minni en hún var á árs­fjórðungn­um áður. Þrátt fyr­ir mikl­ar hækk­an­ir á verðum hluta­bréfa er hlut­fall slíkra lána á móti heild­ar­markaðsvirði hluta­bréfa orðið meira (rúm­lega 1,5%) en það var rétt áður en hluta­bréfa­markaður­inn hrundi haustið 1987.

Eft­ir því sem lán­tök­ur juk­ust varð enn meiri eft­ir­spurn eft­ir hluta­bréf­um og þá aðallega þeim sem tengd eru tækni- og líf­tækni­geir­an­um. Þau bréf snar­hækkuðu í verði og sum fyr­ir­tæki urðu allt í einu að tísku­fyr­ir­tækj­um sem voru að því er virt­ist góð kaup burt­séð frá verði. Fréttaþjón­ust­ur á ver­ald­ar­vefn­um hafa blómstrað á þessu tíma­bili, gef­andi ráð um heit­ustu hluta­bréfa­kaup­in hverju sinni með stór­yrt­um fyr­ir­sögn­um. Rétt er að benda á að flest þessi fyr­ir­tæki eiga það sam­eig­in­legt að vera vel rek­in með góðar vör­ur og þjón­ustu. Hins veg­ar var erfitt að rétt­læta þær gíf­ur­legu hækk­an­ir á verði hluta­bréfa á svo skömm­um tíma.

Fjár­mála­fyr­ir­tæki herða regl­ur varðandi lán

Eft­ir því sem veik­um fjár­fest­um fjölgaði fóru mörg fjár­mála­fyr­ir­tæki að herða regl­urn­ar varðandi lán til hluta­bréfa­kaupa. Farið var að gera lista hjá sum­um þeirra með fyr­ir­tækj­um sem tal­in voru flokk­ast und­ir sér­stak­lega mikla áhættu­fjár­fest­ingu. Hert­ar voru regl­ur til lána varðandi kaup í þeim fyr­ir­tækj­um. Hjá Char­les Schwab eru nú t.d. um 300 fyr­ir­tæki kom­in á slík­an lista. Síðastliðinn föstu­dag (14.4.) var boðum komið á fram­færi til margra verðbréfa­sala í Banda­ríkj­un­um um að meta ræki­lega hvort lána ætti meira til veikra fjár­festa, sér­stak­lega þeirra með hluta­bréf í safni sínu sem lækkað höfðu tölu­vert und­an­farið. Fjöldi veikra fjár­festa í þannig stöðu var aug­ljós­lega mik­ill eft­ir lækk­an­ir und­an­farna daga.

Áhrif­in létu ekki á sér standa. Með skyndi­leg­ar neit­an­ir um frek­ari lán til margra veikra fjár­festa gaf kaupþung­inn all­veru­lega eft­ir. Söluþung­inn að sama skapi jókst þar sem marg­ir veik­ir fjár­fest­ar þurftu að fara að selja bréf á sama tíma til þess að geta greitt það sam á vantaði til þess að ná nauðsyn­legu hlut­falli eig­in fjár að markaðsvirði veiks hluta­bréfa­safns síns. Áhrif­in voru því tvíþætt og að vissu leyti hafa "dóminó"-áhrif átt sér stað.

Ekki gleyma að gera ráð fyr­ir lækk­un­um

Hvaða lær­dóm er hægt að læra af þessu? Ekk­ert nýtt, ein­fald­lega að rifja upp gaml­ar staðreynd­ir. Í fyrsta lagi að þegar verið er að taka lán til hluta­bréfa­kaupa er nauðsyn­legt að vera viðbú­inn því að geta tek­ist á við lækk­an­ir. Fyr­ir marga fjár­festa er þetta ekki vanda­mál, svo lengi sem slíkt sé inn­an skyn­sam­legra marka. Sum­ir eru hins­veg­ar ekki í stakk bún­ir til þess og eiga því að halda slík­um lán­tök­um í lág­marki. Í öðru lagi er ávallt skyn­sam­legt að viðhalda dreif­ingu í hluta­bréfa­safni sínu. Jafn freist­andi og það get­ur verið að setja all­ar fjár­fest­ing­ar sín­ar í þann geira sem gefið hef­ur mest í fortíðinni get­ur slíkt ástand breyst á auga­bragði.

Þetta vek­ur einnig spurn­ing­ar varðandi ástandið hér á Íslandi. Hversu stór hluti fjár­fest­inga í hluta­bréf­um hér á landi er í hönd­um veikra fjár­festa? Eng­ar op­in­ber­ar töl­ur eru til um slíkt en ljóst er að á gráa markaðnum (óskráð bréf, m.a. Íslensk erfðagrein­ing) er það hlut­fall afar hátt, lík­lega marg­föld sú tala sem nú er í Banda­ríkj­un­um. Í ljósi þess vakn­ar sú spurn­ing hvort setja eigi hér á landi svipaðar regl­ur og al­rík­is­lög í Banda­ríkj­un­um kveða á um. Ýmsar inn­an­hús­regl­ur eru nú þegar í gangi hjá inn­lend­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Án skýrr­ar op­in­berr­ar stefnu er hins veg­ar meiri hætta á að sveifl­ur á verði hluta­bréfa hér á landi vegna veikra fjár­festa taki öfga­full­ar stefn­ur, sem geta orðið fjár­fest­um dýr­keypt­ar.

Höf­und­ur starfar hjá SPH Fyr­ir­tæki og fjár­fest­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka