Goðsögnin um hlutabréf

Litið er á hluta­bréf sem besta lang­tíma­fjár­fest­ing­ar­kost­inn. Már Wolfgang Mixa seg­ist ef­ast um að ávöxt­un hluta­bréfa næstu tutt­ugu árin verði jafn­góð og sl. tutt­ugu ár og tel­ur nokkuð víst að þeir sem leggja all­an sinn lang­tímasparnað í hluta­bréf eigi flest­ir eft­ir að verða fyr­ir von­brigðum.

Ég leyfi mér að ef­ast um að ávöxt­un hluta­bréfa næstu tutt­ugu árin verði jafn­góð og sl. tutt­ugu ár og tel nokkuð víst að þeir sem leggja all­an sinn lang­tímasparnað í hluta­bréf eigi flest­ir eft­ir að verða fyr­ir von­brigðum, ein­fald­lega vegna þess að búið er að keyra upp vænt­ing­ar fram úr hófi. Það eru jafn­vel góðar lík­ur á að ávöxt­un hluta­bréfa verði slak­ari á því tíma­bili en ávöxt­un rík­is­skulda­bréfa.

Þetta kann að vera nær óhugs­andi staðhæf­ing í dag. Erfitt er við fyrstu sýn að ímynda sér annað, sér­stak­lega ef litið er til þeirr­ar ávöxt­un­ar sem Dow Jo­nes-hluta­bréfa­vísi­tal­an hef­ur veitt und­an­far­in ár: Dow Jo­nes Industrial Avera­ge hluta­bréfa­vísi­tal­an var þann 30. sept­em­ber árið 2000 10.651 stig en 30. sept­em­ber, 1981 850 stig. Meðaltalsávöxt­un á ári á þessu tíma­bili var rúm­lega 14% auk arðgreiðslna. Þetta eru töl­ur sem svíkja fáa. Dæmið verður aft­ur á móti dekkra þegar litið er til þeirr­ar ávöxt­un­ar sem Dow Jo­nes-hluta­bréfa­vísi­tal­an gaf árin þar á und­an: Dow Jo­nes Industrial Avera­ge hluta­bréfa­vísi­tal­an var 30. sept­em­ber, 1981 850 stig en 30. sept­em­ber, 1965 var hún 931 stig. Burt­séð frá arðgreiðslum hefði fjár­fest­ir sem keypti hluta­bréf í sam­ræmi við Dow Jo­nes-hluta­bréfa­vísi­töl­una á svipuðum tíma og Bítl­arn­ir gáfu út Help!-hljóm­plöt­una verið með tæp­lega 10% nei­kvæða nafnávöxt­un tæpu ári eft­ir lát John Lennon. Rök­rétt væri að álykta að Banda­rík­in hafi átt í mikl­um efna­hags­leg­um erfiðleik­um á þessu tíma­bili, jafn­vel kreppu. Þjóðarfram­leiðsla Banda­ríkj­anna fjór­faldaðist hins veg­ar næst­um því á þessu tíma­bili. Reynd­ar var hag­vöxt­ur á þessu lítt gjöf­ula tíma­bili hluta­bréfa meiri held­ur en hag­vöxt­ur­inn á því skeiði sem Dow Jo­nes-hluta­bréfa­vísi­tal­an tólffaldaðist. Inn á milli hafði ol­íukrepp­an vissu­lega nei­kvæð áhrif árin 1974 og 1975 en mikið hag­vaxt­ar­skeið kom þó í kjöl­farið. Hver get­ur skýr­ing­in þá verið?

Ávöxt­un­ar­kröf­ur

Nú er ávöxt­un­ar­krafa rík­is­bréfa í Banda­ríkj­un­um hins veg­ar aft­ur orðin það lág að hækk­un hluta­bréfa, til­kom­in vegna enn frek­ari lækk­un­ar vaxta og þar með ávöxt­un­ar­kröfu, er óðum að hverfa. Leiðin upp á við fyr­ir vexti er orðin lengri en niður á við, enda er hún á svipuðum slóðum og árið 1965. Óraun­hæft er að halda að hluta­bréf veiti jafn­góða ávöxt­un og und­an­farna tvo ára­tugi þegar vext­ir rík­is­bréfa eru orðnir svo lág­ir. Sag­an frá 1965 til 1981 sýn­ir að hluta­bréf ein og sér sem lang­tíma­fjár­fest­ing geta verið ávís­un á mik­il von­brigði þegar upp er staðið. Rök­rétt­ara væri að áætla að hag­vöxt­ur og hin aukna fram­leiðni, aðallega tengd ver­ald­ar­vefn­um, verði helsti drif­kraft­ur auk­ins hagnaðar og þ.a.l. virði hluta­bréfa fyr­ir­tækja. Sam­kvæmt því má áætla að ávöxt­un hluta­bréfa verði á bil­inu 7-8% hald­ist ávöxt­un­ar­krafa rík­is­bréfa stöðug. Óskyn­sam­legt væri að veðja öllu á það.

Bestu lang­tíma­fjár­fest­ing­arn­ar?

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka