Kaldbakur undirbýr frekari fjárfestingar í Bretlandi

Kaldbakur hf. hefur sent Kauphöll Íslands tilkynningu um að félagið eigi nú í viðræðum við Baug Group hf. og aðra fjárfesta um stofnun sérstaks fjárfestingarsjóðs í Bretlandi sem hafi það markmið að fjárfesta í verslunarfyrirtækjum í Bretlandi. Gert sé ráð fyrir því að fjárfesting Kaldbaks geti numið 5 milljónum punda og að niðurstaða úr viðræðum aðila skýrist innan 2-3ja vikna.

Kaldbakur tók þátt í kaupum á bresku skartgripakeðjunni Goldsmiths ásamt Baugi Group og Feng en skrifað var undir kaupsamning í morgun. Fyrirtækin keyptu rúmlega helmingshlut í breska fyrirtækinu og var hlutur Kaldbaks 10%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK