Hjarðhegðun og sjálfvirk hækkun hlutabréfa

Ferföldun verðmætis hlutabréfa hér á landi undanfarin þrjú ár má að einhverju leyti rekja til hjarðhegðunar á fjármálamarkaði og sjálfvirkrar hækkunar, að mati Gylfa Magnússonar, dósents við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Gylfi treysti sér ekki til að kasta því fram hvað hefði mátt telja eðlilega hækkun hlutabréfa á þessu tímabili. Til að meta það þyrfti töluverða útreikninga. Þó taldi hann ljóst að hækkunin hefði orðið talsvert minni ef hlutabréfaverð hefði einungis tekið mið af beinum rekstri fyrirtækja að frádregnum hagnaði af hlutabréfaeign. Raunin hefði orðið sú að hækkun á hlutabréfaverði hefði skilað auknum hagnaði hjá eigendum hlutabréfa sem aftur olli hækkun á gengi þeirra eigin bréfa og svo koll af kolli.

"Slík skrúfa gengur ekki endalaust. Geta hagkerfisins til að búa til hagnað hefur ekki vaxið í hlutfalli við hækkun hlutabréfa," sagði Gylfi.

Aðspurður sagði Gylfi erfitt að segja hvort t.d. stofnanir á borð við banka eða lífeyrissjóði hefðu ýtt á gengishækkun hlutabréfa. "Það er meira og minna öll hjörðin sem hleypur í sömu átt. Ég þori ekki að fullyrða hvort einhver rekur hana áfram öðrum fremur. Það þarf ekki að vera því svona andrúmsloft, hjarðhegðun, getur myndast á mörkuðum. Þess má geta að Daniel Kahneman hlaut einmitt Nóbelsverðlaun í hagfræði 2002 fyrir rannsóknir á sálfræði fjármálamarkaða. Menn eru mjög meðvitaðir um að sálfræðilegir þættir geta haft veruleg áhrif á verðmyndun á hlutabréfamörkuðum og skýrt sumar sveiflur betur en breytingar á efnahagsstærðum gera."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK