Í dag runnu 433.281.204 hlutir í Straumi Burðarási, sem voru í eigu Topaz Equities, til Samson Global Holdings. Samson Global Holdings og Topaz Equities eru bæði í eigu eignarhaldsfélaga Björgólfs Thor Björgólfssonar og Björgólfs Guðmundssonar.
Björgólfur Thor Björgólfsson er stjórnarformaður Straums Burðaráss Fjárfestingarbanka. Fyrir átti Samson Global Holdings 960.613.210 hluti í Straumi Burðarási og á því nú 1.393.894.413 hluti. Fjöldi hluta í eigu aðila sem eru fjárhagslega tengdir Björgólfi Thor Björgólfssyni eru óbreyttir eftir tilfærsluna, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Ísland.
Straumur Burðarás mun kynna sex mánaða uppgjör félagsins þann 18. júlí en daginn eftir verður haldinn hluthafafundur í bankanum.