FL Group selur Sterling fyrir 20 milljarða

Flugvél Sterling á Reykjavíkurflugvelli.
Flugvél Sterling á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Júlíus

FL Group hef­ur selt lággjalda­flug­fé­lagið Sterl­ing fyr­ir 20 millj­arða króna. Kaup­andi fé­lag­ins er ný­stofnað fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu sem fengið hef­ur heitið Nort­hern Tra­vel Hold­ing. Hlut­haf­ar nýja fyr­ir­tæk­is­ins eru ís­lensku fjár­fest­inga­fé­lög­in Fons, FL Group og Sund. Inn­an Nort­hern Tra­vel Hold­ing verða einnig Ice­land Express, 51% hlut­ur í breska leiguflug­fé­lag­inu Astra­eus, 29,26% hlut­ur í sænsku ferðaskrif­stof­unni Ticket sem skráð er á sænska hluta­bréfa­markaðinn og allt hluta­fé í dönsku ferðaskrif­stof­unni Hekla Tra­vel.

FL Group eignaðist Sterl­ing í októ­ber á síðasta ári, eft­ir að það hafði sam­ein­ast Maersk Air. FL Group greiddi um 14,6 millj­arða ís­lenskra króna á þáver­andi gengi fyr­ir Sterl­ing en hluti kaup­verðsins var af­komu­tengd­ur.

Í til­kynn­ingu seg­ir, að sala á Sterl­ing sé rök­rétt skref fyr­ir FL Group til að auka verðmæti fé­lags­ins. Kaup­verðið verði greitt með 6 millj­örðum króna í reiðufé og 14 millj­örðum króna í formi selj­endaláns til þriggja ára sem FL Group veit­ir. Til viðbót­ar þessu muni Nort­hern Tra­vel Hold­ing taka yfir á næstu tólf mánuðum rekstr­ar­lán og ábyrgðir sem FL Group hef­ur veitt Sterl­ing.

Sal­an á Sterl­ing hef­ur lít­il áhrif á rekst­ur FL Group og stöðu eig­in fjár, að því er kem­ur fram í til­kynn­ing­unni. Eft­ir söl­una verður Sterl­ing ekki leng­ur hluti af sam­stæðureikn­ings­skil­um FL Group. Sal­an fell­ir úr gildi ákvæði um mögu­lega lækk­un kaup­verðs sam­kvæmt upp­haf­leg­um kaup­samn­ingi milli FL Group og Fons, en FL Group fær sömu fjár­hæð í reiðufé úr viðskipt­un­um.

Fons á 44% hlut í Nort­hen Tra­vel Hold­ing, FL Group á 34% og Sund 22%. Fé­lagið er fjár­magnað með láns­fé og eig­in fé en alls hef­ur fé­lagið 11,5 millj­arða króna í eigið fé.

Auk kaup­anna á Sterl­ing kaup­ir Nort­hern Tra­vel Hold­ing allt hluta­fé í Ice­land Express, 51% hluta­fjár í leiguflug­fé­lag­inu Astra­eus, alla hluti í Hekla Tra­vel og um 30% úti­stand­andi hluta í Ticket. Sam­an­lögð velta þeirra fé­laga sem Nort­hern Tra­vel Hold­ing kaup­ir er áætluð um 120 millj­arðar króna og fé­lagið flýg­ur um 7,5 millj­ón farþegum ár­lega.

Í til­kynn­ingu er haft eft­ir Hann­esi Smára­syni, for­stjóra FL Group, að sal­an á Sterl­ing sé mik­il­vægt skref fyr­ir FL Group, þar sem fé­lagið hafi nú selt síðasta dótt­ur­fé­lag sitt á sviði flugrekstr­ar. Rekst­ur Sterl­ing hafi aldrei gengið bet­ur og því liggi mik­il tæki­færi í fé­lag­inu fyr­ir nýja eig­end­ur.

Pálmi Har­alds­son, stjórn­ar­formaður Nort­hern Tra­vel Hold­ing, seg­ir að fé­lög­in muni starfa í óbreyttri mynd frá því sem verið hef­ur og eng­in áform séu uppi um breyt­ing­ar á starfs­manna­haldi. Hlut­haf­ar Nort­hern Tra­vel Hold­ing hygg­ist stækka og efla sam­stæðuna með því að byggja enn frek­ar upp kjarn­a­starf­semi hvers og eins þeirra fyr­ir­tækja sem mynda stoðir hins nýja fé­lags og um leið með því að auka sam­starf þeirra. Mark­miðið sé að Nort­hern Tra­vel Hold­ing verði arðbært, fram­sækið og leiðandi fyr­ir­tæki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK