Gunnlaugur M. Sigmundsson framkvæmdastjóri Máttar

Gunnlaugur M. Sigmundsson
Gunnlaugur M. Sigmundsson mbl.is/Golli

Gunn­laug­ur M. Sig­munds­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri Fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Mátt­ar. Gunn­laug­ur, sem er viðskipta­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands, var for­stjóri Kög­un­ar þangað til í októ­ber 2006. Fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Mátt­ur er í eigu Sjóvár og Glitn­is sem eiga 47,5% hvort fé­lag auk þess sem Gunn­laug­ur M. Sig­munds­son hef­ur keypt 5% í fé­lag­inu.

Gunn­laug­ur var alþing­ismaður fyr­ir Vest­fjarðar­kjör­dæmi 1995-1995 og for­stjóri Þró­un­ar­fé­lags Íslands 1986-1993. Hann var for­stjóri Fram­kvæmda­stofn­un­ar rík­is­ins árið 1985, starfsmaður Alþjóðabank­ans í Washingt­on DC á ár­un­um 1982 til 1984 og full­trúi og síðar deild­ar­stjóri í Fjár­málálaráðuneyt­inu frá 1974 til 1982.

Meðal eigna Mátt­ar má nefna 11,1% hlut í Icelanda­ir, 12,2% hlut í BNT og er leiðandi fjár­fest­ir í Kcaj sem er breskt fé­lag sem fjár­fest­ir einkum í smá­sölu­rekstri þar í landi. Eigið fé Mátt­ar í dag er ríf­lega 3,6 millj­arðar og hafa eig­end­ur fé­lags­ins skuld­bundið sig til að auka eigið fé enn frek­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK