Teymi selur Fons Securitas á 3,8 milljarða

Teymi hf. hef­ur selt all­an eign­ar­hlut sinn í Secu­ritas hf. á 3.8 millj­arða. Kaup­andi er óstofnað fé­lag í eigu Fons eign­ar­halds­fé­lag hf. Sölu­verðið kem­ur allt til greiðslu á þessu ári og er áætlaður sölu­hagnaður Teym­is af sölu Secu­ritas um 500 millj­ón­ir króna.

Einnig hef­ur verið samið við Lands­banka Íslands hf. um yf­ir­töku á kröfu Teym­is hf. á Hands Hold­ing sem bók­færð var á tæpa 2,7 millj­arða í lok síðasta árs. Sú krafa var hluti af skipt­ingu Dags­brún­ar hf., þegar Teymi var stofnað.

Áhrif þess­ara ráðstaf­ana á efna­hags­reikn­ing Teym­is eru þau að vaxta­ber­andi skuld­ir lækka um 5,4 millj­arða króna miðað við síðustu ára­mót, eða úr 27,3 millj­örðum í 21,9 millj­arða. Jafn­framt hækk­ar veltu­fjár­hlut­fall Teym­is úr 0,51 í 1,19 ef miðað er við síðustu ára­mót, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka