Íslensku bankarnir standast álagspróf Fjármálaeftirlitsins

Íslensku viðskipta­bank­arn­ir og fjár­fest­inga­bank­inn Straum­ur-Burðarás stand­ast all­ir álags­próf Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem eft­ir­litið fram­kvæm­ir með reglu­bundn­um hætti. Álags­prófið ger­ir ráð fyr­ir að fjár­mála­fyr­ir­tæki stand­ist sam­tím­is áföll í formi til­tek­inn­ar lækk­un­ar á hluta­bréf­um, markaðsskulda­bréf­um, út­lán­um og eign­um og áhrifa af lækk­un á gengi ís­lensku krón­unn­ar án þess að eig­in­fjár­hlut­fallið fari niður fyr­ir lög­boðið lág­mark.

Til viðbót­ar hinu form­lega álags­prófi fram­kvæm­ir Fjár­mála­eft­ir­litið ýmis álags­próf eft­ir því sem ástæða þykir til. Unnið er að end­ur­skoðun viðmiða sem beitt er í álags­próf­inu og aðferðafræði í því sam­bandi, m.a. með hliðsjón að kröf­um sem gerðar eru sam­kvæmt alþjóðleg­um eig­in­fjár­regl­um.

Á heimasíðu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins seg­ir Jón­as Fr. Jóns­son, for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar, að niðurstaða álags­prófs­ins sýni að að und­ir­stöður ís­lensku bank­anna séu traust­ar og að eig­in­fjárstaða þeirra sé sterk og bank­arn­ir geti staðist veru­leg áföll.

Jón­as seg­ir þessa sterku stöðu mik­il­væga í ljósi þess umróts sem verið hef­ur á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum í kjöl­far vand­ræða á banda­rísk­um hús­næðislána­markaði.

,,Þau gögn sem við höf­um aflað sýna að áhætta tengd banda­rísk­um fjár­mála­gern­ing­um af þessu tagi eru tak­mörkuð hjá ís­lensk­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um eða um 3% af eig­in­fjár­grunni þeirra. Engu að síður sýn­ir órói síðustu vikna mik­il­vægi þess að fjár­mála­fyr­ir­tæki hugi vel að eigna­gæðum” seg­ir Jón­as.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka