Gengi íslensku krónunnar hefur farið hækkandi upp á síðkastið en að sama skapi hefur Bandaríkadalur veikst. Fór gengi dals niður fyrir 60 krónur í dag í fyrsta skipti síðan í lok júlí.
Greiningardeild Kaupþings segir í ½5 fréttum, að við skilyrði þar sem dalurinn sé veikur megi leiða að því líkum að Íslendingar sjái sér leik á borði og hefji frekari innflutning á bílum og öðrum neysluvörum frá Bandaríkjunum með tilheyrandi aukningu í einkaneyslu. Á meðan sjálfstraust og bjartsýni fjárfesta haldi áfram að aukast sé ekki ólíklegt að krónan styrkist áfram á næstunni.