Tímar hagræðingar, ráðdeildar og sparnaðar framundan

Frá aðalfundi Glitnis í dag.
Frá aðalfundi Glitnis í dag. Árvakur/Golli

„Tím­ar hagræðing­ar, ráðdeild­ar og sparnaðar eru framund­an," sagði Þor­steinn Már Bald­vins­son, ný­kjör­inn stjórn­ar­maður í Glitni á aðal­fundi bank­ans í dag. Reiknað er með að Þor­steinn Már verði kjör­inn stjórn­ar­formaður bank­ans.

Sagði Þor­steinn Már, að bank­inn yrði að sýna aðhald að til­laga, sem hann lagði fram á aðal­fund­in­um um að þókn­un stjórn­ar- og vara­stjórn­ar­manna yrði lækkuð veru­lega, mætti túlka sem ábend­ingu um að hann teldi að skoða ætti alla mögu­leika í þess­um mál­um og að stjórn Glitn­is geti ekki verið þar und­an­skil­in frek­ar en aðrir. 

Þor­steinn sagði einnig, að breikka þyrfti hlut­hafa­hóp bank­ans og hann horfði einkum til líf­eyr­is­sjóðanna í því sam­bandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK