Þrýst á vaxtalækkun Seðlabanka Evrópu

Olíuverð fer enn hækkandi
Olíuverð fer enn hækkandi AP

Verðbólga mæl­ist 3,2% á evru­svæðinu og hef­ur aldrei verið meiri frá stofn­un mynt­banda­lags­ins árið 1999 sam­kvæmt frétt frá Hag­stofu Evr­ópu. Mik­ill þrýst­ing­ur er á Seðlabanka Evr­ópu um lækka stýri­vexti en evr­an er í hæstu hæðum gagn­vart Banda­ríkja­dal og verð á olíu fór yfir 103 dali tun­an fyrr í dag.

Á sama tíma hef­ur at­vinnu­leysi aldrei mælst jafn lítið á svæðinu eða 7,1% í janú­ar. 

Clemente De Lucia, hag­fræðing­ur hjá franska bank­an­um BNP-Pari­bas, seg­ir að sí­fellt erfiðara verði fyr­ir Seðlabanka Evr­ópu að taka ákv­arðanir í vaxta­mál­um þar sem hag­vöxt­ur er að drag­ast sam­an og vöru­verð að hækka á evru­svæðinu.  Það sem blasi við er að sam­drátt­ur í evr­ópsku efna­hags­lífi er staðreynd. „Aukn­ar áhyggj­ur um stöðu efna­hags­mála í Banda­ríkj­un­um og hátt olíu­verð ásamt hverf­ul­um fjár­mála­markaði og styrk­ingu evr­unn­ar er greini­lega að hafa áhrif," seg­ir de Lucia í sam­tali við AFP frétta­stof­una.

De Lucia bæt­ir við að á sama tíma og verðbólga virðist ætla að hald­ast áfram há næstu mánuði vegna hás olíu­verðs og mat­ar­verðs þá ætti sam­drátt­ur í efna­hags­líf­inu að draga úr verðbólgu hægt og bít­andi þannig að hún verði orðin 2% í árs­lok. Því tel­ur hann að Seðlabanki Evr­ópu eigi að fara í lækk­un­ar­ferli stýri­vaxta fljót­lega.

En svo virðist sem banka­stjórn Seðlabanka Evr­ópu sé ekki á sama máli og hag­fræðing­ur­inn því á miðviku­dag  sagði Axel We­ber, seðlabanka­stjóri Þýska­lands en hann sit­ur í banka­stjórn Seðlabanka Evr­ópu, að verðbólguþrýst­ing­ur væri van­met­inn af þeim sem telja að stýri­vaxta­lækk­un sé í nánd hjá bank­an­um.   

Á sama tíma vara dálka­höf­und­ar í viðskipta­rit­um við ástand­inu og segja hættu á kreppu­verðbólgu, það er þegar sam­an fer aukið at­vinnu­leysi og þensla neyslu­verðs, vera yf­ir­vof­andi í Evr­ópu. Taka þeir þar und­ir með banda­rísk­um starfs­fé­lög­um sem telja að slíkt hið sama vofi yfir í Banda­ríkj­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka