Frétt um Ísland fjarlægð

Sunday Times lét taka út frétt um úttektir úr íslenskum …
Sunday Times lét taka út frétt um úttektir úr íslenskum bönkum. mbl.is/Golli

Í gær stóð til að breska blaðið Sunday Times tæki út frétt af vef sín­um þar sem sagt var frá því að bresk­ir spari­fjár­eig­end­ur taki nú inni­stæður sín­ar út úr reikn­ing­um ís­lenskra banka af ótta við að ís­lenska banka­kerfið kunni að hrynja. Vegna bil­un­ar í tölvu­kerfi blaðsins var það ekki gert fyrr en í dag.

Sagði blaðið að bresk­ir spari­fjár­eig­end­ur hafi síðustu daga í stór­um stíl flutt fé af Ices­a­ve reikn­ing­um, sem Lands­bank­inn býður í Bretlandi, og Kaupt­hing Edge reikn­ing­um, sem Kaupþing býður, inn á reikn­inga breskra banka.

Frétt­in finnst ekki á vef Sunday Times ekki held­ur ef leit­ar­vél frétta­vefjar­ins er notuð.

Blaðið mun einnig hafa skipað öll­um frétta­veit­um, frétta­vökt­un­ar­fyr­ir­tækj­um og úr­klippu­söfn­um að fjar­lægja og eyðileggja ein­tök af frétt­inni sem bar fyr­ir­sögn­ina Ices­a­ve gets a chill from cred­it cris­is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka