Útlán of lítil um þessar mundir

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á fundi í Valhöll um helgina.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á fundi í Valhöll um helgina. mbl.is/G. Rúnar

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir í viðtali við norska viðskipta­vef­inn E24,  að út­lán ís­lensku bank­anna heima­fyr­ir séu of lít­il um þess­ar mund­ir. Íslensku bank­arn­ir verði að gæta þess að þjóna al­menn­ingi hvort sem vel eða illa árar.

Geir seg­ir, að markaður­inn hafi nán­ast hætt út­lán­um til einka­fyr­ir­tækja og al­menn­ings. „Við það get­um við ekki búið til lengd­ar. Það sem er kallað láns­fjárþröng hef­ur einnig náð til Íslands. Það eru of lít­il út­lán," seg­ir Geir.

Hann seg­ist bú­ast við að áhrif­in af háum stýri­vöxt­um Seðlabank­ans fari að koma í ljós og að draga muni úr verðbólgu. Þá geti Seðlabank­inn byrjað að lækka vexti á ný. 

Geir seg­ir, að grunnþætt­ir efna­hags­lífs­ins séu sterk­ir þótt smá mótvind­ur sé um þess­ar mund­ir. Sá mótvind­ur stafi m.a. af at­b­urðum á alþjóðleg­um fjár­magns­markaði.

Viðtal E24 við Geir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK