Viðbrögð við kreppu hættulegust

Jón Daníelsson.
Jón Daníelsson. mbl.is/Valdís

„Við mun­um áfram sjá tölu­vert af vanda­mál­um í fjár­mála­kerf­inu,“ sagði Jón Daní­els­son hag­fræðing­ur hjá London School of Econ­mics í fyr­ir­lestri sín­um á Há­skóla­torgi í gær. Hann sagði óvissu um hversu mik­il áhrif þessi vanda­mál hefðu á allt hag­kerfið. Ljóst væri að marg­ir myndu fara mjög illa út úr nú­ver­andi ástandi og fjár­mála­fyr­ir­tæk­in tapa.

„Við mun­um fá meiri verðbólgu á sama tíma og það er kreppa,“ sagði Jón og ástandið minnti á átt­unda ára­tug­inn þegar kreppu­verðbólga var vanda­mál. „Við mun­um fá kreppu og við mun­um fá breyt­ing­ar á reglu­gerðum um fjár­mála­stofn­an­ir. Þetta er það sem er hættu­leg­ast. Eins og ég sagði í upp­hafi þá eru viðbrögð við kreppu skaðleg, ekki krepp­an sjálf. Það er póli­tík­in, sér­stak­lega Evr­ópuþingið, sem menn eru hrædd­ir við.“

Hann óttaðist að viðbrögðin hefðu nei­kvæð áhrif eins og gerðist í fjár­málakrepp­unni eft­ir 1929. „Við þurf­um að hafa fjár­mála­kerfi, við þurf­um að hafa bank­ana lausa, við þurf­um að taka áhættu, við þurf­um að taka tap­inu. Ef við setj­um of strang­ar regl­ur þá erum við ekki með fjár­mála­kerfi held­ur hag­kerfi. En það er póli­tísk­ur þrýst­ing­ur að gera eitt­hvað. En það eru miklu meiri lík­ur á því að viðbrögð yf­ir­valda verði röng held­ur en rétt.“

Jón sagði umræðuna um upp­töku evru á ís­landi furðulega við þess­ar aðstæður. Rétt væri að vandi efna­hags­lífs­ins væri minni ef hér væri notuð evra. Hins veg­ar sé upp­taka ann­ars gjald­miðils langt ferli. Gengi krón­unn­ar þyrfti að vera rétt skráð og lönd hefðu tengt gjald­miðil sinn við evru í hálf­an ára­tug áður en gengið væri inn í myntsam­starf. Gengið þyrfti að vera rétt skráð því ann­ars myndi kreppa ganga yfir. Það hefði gerst í Þýskalandi og á Spáni og þar hefðu sveifl­ur verið miklu, miklu minni en á Íslandi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK