Rætt við norræna seðlabanka

Mikil fundahöld hafa verið í Ráðherrabústaðnum í dag.
Mikil fundahöld hafa verið í Ráðherrabústaðnum í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Breska blaðið Sunday Telegraph segir að forsætisráðherra Íslands og Seðlabankinn hafi um helgina rætt við norræna seðlabanka um að þeir veiti Íslandi stuðning vegna gjaldeyriskreppunnar hér á landi. Blaðið segir að breska fjármálaráðuneytið og fjármálaeftirlitið fylgist grannt með þróun mála.

Blaðið segir, að viðræðurnar snúist um að veita jafnvirði 10 milljarða evra, 1560 milljarða króna, inn í íslenska bankakerfið frá stofnunum á borð við norrænu seðlabankana og íslensku lífeyrissjóðina, sem eru beðnir um að flytja erlendar eignir sínar til Íslands.  

Þá hefur Sunday Telegraph eftir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, að líkur séu á að íslenskir bankar muni selja erlendar eignir og margir þeirra séu þegar komnir með eignir í söluferli. „Slíkt væri það eðlilegasta sem þeir gætu gert." 

Sunday Telegraph segir að aðilar hafi um helgina haft samband við Singer & Friedlander, dótturfélag Kaupþings í Bretlandi, og boðist til að hefja yfirtökuviðræður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK