Evran á 155-195 krónur

Reuters

Mjög erfitt er að átta sig á því hvert gengi íslensku krónunnar er gagnvart öðrum gjaldmiðlum þessa stundina. Samkvæmt vef Seðlabanka Íslands stendur evran í rúmum 155 krónum en Seðlabanki Evrópu er með evruna skráða í 195 krónum. Það þýðir að gengi krónunnar hefur fallið um 24,90% gagnvart evru í dag. Viðskipti á íslenskum millibankamarkaði hafa verið sáralítil í dag en samkvæmt þeim upplýsingum sem mbl.is hefur aflað sér er gengi evrunnar í þeim viðskiptum tæplega 156 krónur.

Í frétt Reuters kemur fram að íslenska krónan hafi fallið um 7% í dag og hefur aldrei staðið jafn illa gagnvart evrunni. Samkvæmt Reuters er evran nú 174 krónur, sem er mun lægra gengi heldur en Seðlabanki Evrópu er með á vef sínum. Samkvæmt vef Seðlabanka Íslands er evran rúmar 155 krónur og er það opinbert gengi sem er skráð einu sinni á dag.

Reuters hefur eftir Beat Siegenthaler, sérfræðingi hjá TD Securities, að fullkomið uppnám ríki á Íslandi þessa stundina. „Svo virðist sem mismunandi aðilar innan ríkisstjórnarinnar segir ólíka hluti. Það er erfitt að finna eitthvað jákvætt um slíka krísustjórnun," segir Siegenthaler í samtali við Reuters.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka