Evran á 155-195 krónur

Reuters

Mjög erfitt er að átta sig á því hvert gengi ís­lensku krón­unn­ar er gagn­vart öðrum gjald­miðlum þessa stund­ina. Sam­kvæmt vef Seðlabanka Íslands stend­ur evr­an í rúm­um 155 krón­um en Seðlabanki Evr­ópu er með evr­una skráða í 195 krón­um. Það þýðir að gengi krón­unn­ar hef­ur fallið um 24,90% gagn­vart evru í dag. Viðskipti á ís­lensk­um milli­banka­markaði hafa verið sára­lít­il í dag en sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem mbl.is hef­ur aflað sér er gengi evr­unn­ar í þeim viðskipt­um tæp­lega 156 krón­ur.

Í frétt Reu­ters kem­ur fram að ís­lenska krón­an hafi fallið um 7% í dag og hef­ur aldrei staðið jafn illa gagn­vart evr­unni. Sam­kvæmt Reu­ters er evr­an nú 174 krón­ur, sem er mun lægra gengi held­ur en Seðlabanki Evr­ópu er með á vef sín­um. Sam­kvæmt vef Seðlabanka Íslands er evr­an rúm­ar 155 krón­ur og er það op­in­bert gengi sem er skráð einu sinni á dag.

Reu­ters hef­ur eft­ir Beat Sie­g­ent­hal­er, sér­fræðingi hjá TD Secu­rities, að full­komið upp­nám ríki á Íslandi þessa stund­ina. „Svo virðist sem mis­mun­andi aðilar inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir ólíka hluti. Það er erfitt að finna eitt­hvað já­kvætt um slíka krís­u­stjórn­un," seg­ir Sie­g­ent­hal­er í sam­tali við Reu­ters.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka