Fréttaskýring: Öll samstaða brostin meðal Evrópuþjóða

Leiðtogar stærstu hagkerfa Evrópusambandsins á fundi um helgina sem skilaði …
Leiðtogar stærstu hagkerfa Evrópusambandsins á fundi um helgina sem skilaði niðurstöðu sem ekki hélt í sólarhring, Reuters

Ekki verður bet­ur séð en öll samstaða meðal ríkja inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins um sam­eig­in­leg­ar aðgerðir gegn fjár­málakrepp­unni sé brost­in og hver þjóð reyni nú að bjarga sér sem best hún má. Hver á eft­ir ann­arri lýsa þjóðirn­ar því yfir að þær muni gang­ast í ábyrgðir fyr­ir inn­lán­um í bönk­um sín­um. Sam­stöðuleysið hef­ur síðan ein­ung­is kynt und­ir ör­vænt­ing­unni á mörkuðunum þar sem hluta­bréfa­markaðirn­ir hafa haldið áfram að falla.

Dan­mörk varð í dag síðust þjóða til að lýsa yfir að stjórn­völd þar muni tryggja öll inn­lán banka­stofn­ana í land­inu og kom sú yf­ir­lýs­ing í kjöl­far óvæntr­ar ákvörðunar Ang­elu Merkel, Þýska­landskansl­ara, í gær að rík­is­stjórn henn­ar myndi ábyrgj­ast öll inn­lán og tengd­ar fjár­skuld­bind­ing­ar bank­ana í þessu stærsta hag­kerfi evru­svæðis­ins. „Við vilj­um full­vissa þjóðina um að sparnaður þeirra er ör­ugg­ur,“ sagði hún.

Full­komið van­traust rík­ir inn­an fjár­mála­kerf­is­ins í kjöl­far björg­un­araðgerða á hverj­um bank­anaum á eft­ir öðrum hef­ur og neytt yf­ir­völd í Evr­ópu til að grípa til örþrifaráða þó að fyr­ir liggi að inn­láns­trygg­ing­ar á borð við þær sem Írland, Grikk­land og Svíþjóð hafa lýst á sig, geti kostað óheyri­legt út­streymi úr fjár­hirsl­um þess­ara landa. Keðju­verk­andi ákv­arðanir um þess­ar trygg­ing­ar vekja upp spurn­ing­ar um hugs­an­leg áhrif á rík­is­fjár­mál viðkom­andi ríkja en jafn­framt leitt ótví­rætt í ljós að evr­ópsk stjórn­völd hafa reynst ófær um koma á sam­eig­in­leg­um aðgerðum þrátt fyr­ir að á helg­ar­fundi for­svars­manna stærstu hag­kerfa Evr­ópu hafi sú ein­mitt átt að verða niðurstaðan.

„Rík­is­stjórn­ir hafa ekki átt neinn ann­an kost en veita inn­láns­trygg­ing­ar því ella munu sjást áhlaup á banka og al­gjört hrun í viðskipta­líf­inu og vænt­ing­um neyt­enda," seg­ir Neil Mackinnon aðal­hag­fræðing­ur ECU Group, bresks fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. „Það hef­ur aldrei verið meira í húfi.“

Sam­ræmd vaxta­lækk­un stóru hag­kerf­anna?

Krepp­an sem geis­ar í Evr­ópu og mörkuðum álf­unn­ar hef­ur ýtt mjög und­ir hug­mynd­ir um sam­ræmda vaxta­lækk­un helstu seðlabanka heims, jafn­vel þegar í dag. Sér­fæðing­ar segj­ast ekki verða undr­andi ef banda­ríski seðlabank­inn, evr­ópski seðlabank­inn og Eng­lands­banki grípi til fyrstu slíkra sam­ræmdu aðgerða í vaxta­mál­um frá því í sept­em­ber 2001 í hryðju­verka­árás­inni á Banda­rík­in.

Auk­in óvissa er um að aðrir hlut­ar hag­kerf­is­ins muni kom­ast und­an fjár­málakrepp­unni án veru­legs skaða. Jean-Clau­de Trichet, seðlabanka­stjóri Evr­ópu, varaði enda  við lak­ari horf­um í efna­hags­mál­um á síðasta fundi bank­ans ný­verið. Hingað til hafa helstu seðlabank­ar haldið að sér hönd­um varðandi vaxta­breyt­ing­ar en beitt þeim ráðum að veita veru­legu lausu fé inn á fjár­mála­markaðina.

Þótt ekki blási byrlega um sam­stöðu Evr­ópu­ríkja í aðgerðum við banka­vand­an­um virðist Nicolas Sar­kozy enn halda í von­ina um að hægt verði að sam­ræma aðgerðir. „Við verðum að sam­ræma viðbrögðin, “ sagði Frakk­lands­for­seti í dag en hann er jafn­framt í for­sæti Evr­ópu­sam­bands­ins. Á sama tíma sitja fjár­málaráðherr­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á fundi í Lux­em­borg til að ræða fjár­málakrepp­una.

„Þetta er al­var­legt ástand sem verður ekki kom­ist hjá að tak­ast á við,“ sagði talsmaður ESB, Johann­es Laiten­ber­ger. „Auðvitað er mik­il vinna í gangi. Eng­inn held­ur því fram  að nú ríki eðli­legt ástand og satt að segja er eng­in ein töfra­lausn sem lgreiðir úr vand­an­um."

Hin end­ur­nýjaða til­raun til að finna sam­eig­in­lega grund­völl til lausn­ar fjár­málakrepp­unni kem­ur í kjöl­far fund­ar for­svars­manna stærstu hag­kerfa álf­unn­ar, Frakk­lands, Þýska­lands, Bret­lands og Ítal­íu, um helg­ina þar sem þau skuld­bundu sig til að taka sam­eig­in­lega á vand­an­um. Það sam­komu­lag sprakk hins veg­ar strax á sunnu­dag þegar Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, til­kynnti að öll inn­lán þýska fjár­mála­kerf­is­ins, alls 568 millj­arðar evra, nytu rík­is­trygg­ing­ar ásamt því að tryggja 50 millj­arða evra björg­un Hypo Real Esta­te AG, ann­ars stærsta hús­næðislána­banka Þýska­lands. Dönsk stjórn­völd fylgdu í kjöl­farið, eins og áður er nefnt, og aust­ur­ríska stjórn­in hef­ur gefið til kynna að hún muni fylgja þessu for­dæmi.

Markaðirn­ir hafa brugðist nei­kvætt við þess­um aðgerðum eða „smáskammta­lækn­ing­um“ á vett­vangi hverr­ar þjóðar fyr­ir sig. „Við eig­um eft­ir að sjá hvort það virk­ar í Evr­ópu sem Hank Paul­son (banda­ríski fjár­málaráðherr­ann) reyndi í Banda­ríkj­un­um varðandi Fannie (Mae) og Freddie (Mac) og mistókst,“ er eft­ir Robert Brusca, aðal­hag­fræðingi Fact og Op­ini­on Economics í New York.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK