Miklar eignir í útlöndum

Erlendar eignir viðskiptabankanna þriggja og Straums námu tæpum 10.000 milljörðum króna um mitt ár miðað við upplýsingar í hálfsársuppgjörum bankanna. Eðlilega eru erlendar eignir mestar hjá Kaupþingi og nema um 4.500 milljörðum króna.

Erlendar eignir Glitnis eru um 2.620 milljarðar, erlendar eignir Landsbankans um 2.240 milljarðar og erlendar eignir Straums um 630 milljarðar króna. Eru þær um 65% af heildareignum bankanna fjögurra, en hæst er hlutfallið hjá Kaupþingi og Glitni, 68%, en lægst hjá Landsbankanum, 56%.

Heildareignir bankanna fjögurra á Norðurlöndum nema um 3.600 milljörðum. Eignir á Bretlandi og Írlandi nema um 2.300 milljörðum.

Breytt staða

Í júnílok var gengisvísitala krónunnar 160,4 stig og má því gera ráð fyrir að erlendar eignir bankanna hafi hækkað við veikingu krónunnar, en gengisvísitalan endaði gærdaginn í 207,2 stigum. Er það 29,2% veiking á gengi krónunnar.

Mjög er mismunandi hvernig rekstrartekjur bankanna dreifast landfræðilega, en erlendar rekstrartekjur Straums eru um 64% heildarrekstrartekna. Þetta hlutfall er 50% hjá Glitni, 41% hjá Kaupþingi og 33% hjá Landsbankanum.

Athuga ber að staðan hefur að sjálfsögðu breyst mikið frá 30. júní síðastliðnum. Helst ber þar að nefna samkomulag um kaup Straums á stórum hluta erlendra eigna Landsbankans. Greiddi Straumur fyrir það 380 milljónir evra, andvirði um 55,4 milljarða króna á þávirði. Á kortinu sem hér fylgir eru þessar eignir merktar Straumi.

Í hnotskurn
» Erlendar eignir bankanna námu 9.987 milljörðum króna um mitt ár.
» Eiga bankarnir fjórir starfsstöðvar, banka og fjármálafyrirtæki um allan heim.
» Mestar eignir bankanna eru á Norðurlöndum og á Bretlandseyjum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK